Nissan lokar Leaf appi vegna tíðra árása Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 10:34 NissanConnect EV appinu hefur verið lokað tímabundið. Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Nissan hefur lokað aðgangi að appi sem gert var fyrir Nissan Leaf bílaeigendur og notað hefur verið af þúsundum slíkra eigenda. Ástæðan eru tíðar árásir á hugbúnaðinn þar sem hakkarar geta stjórnað bæði staðsetningarkerfi bílanna og miðstöð þeirra og hefur valdið eigendunum óþægindum. Hugbúnaðurinn heitir NissanConnect EV. Nissan vinnur nú að því að betrumbæta hugbúnaðinn og hefur beðið eigendur bílanna afsökunar á óþægindunum. Til stendur að opna það aftur eftir betrumbætur. Hakkarar komust auðveldlega inní hugbúnaðinn með því að komast yfir kenninúmer bílanna og gátu stjórnað miðstöðvum bílann sem áttu til að eyða öllu rafmagninu á rafhlöðum þeirra. Miklar brotalamir virðast vera í hugbúnaði margra bílaframleiðenda og í gær var hér greint frá því að hakkarar eigi auðvelt með að komast inní lykilaust aðgengi Range Rover jeppa, sem og fjarræsingu þeirra og með því stela þeim á einfaldan hátt.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent