Ekki tími til að liggja á sundlaugarbakka í Los Angeles Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 08:00 Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, er hér á sínum gömlu heimaslóðum í Breiðholtinu. Nokkur ný lög eru væntanleg frá honum á næstunni. vísir/anton brink Tónlistarmaðurinn Prins Póló er um þessar mundir að vinna að nýju efni en á næstu dögum sendir hann frá sér sitt fyrsta lag sem sungið er á ensku. „Jú, þetta er fyrsta lagið sem Prinsinn gerir á ensku, hann hefur ekki mikið fengist við það að syngja á öðru en móðurmálinu,“ segir Prins Póló, sem er jú einnig þekktur sem bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Lagið sem slíkt er þó ekki nýtt því það kom út á plötunni Sorrí og heitir þar Hamstra Sjarma en það fær þann flotta titil, Hamster Charm á ensku. Enska útgáfan er í raun alveg eins og sú íslenska nema með enskum texta. Hann segir samspil nokkurra þátta valda því að hann hafi ákveðið að prófa að syngja á ensku en ein af ástæðunum er sú að útgefandinn Waxploitation Records í Los Angeles hafði samband og vildi gefa út lag á ensku með Prinsinum. „Prinsinn ákvað að láta undan þrýstingi frá enskumælandi vinum sínum og síðan líka frá útgefanda einum í Los Angeles sem vildi gefa út lag með mér á ensku. Þetta er búið að vera í deiglunni dálítið lengi og er bara tilraun í þessa átt. Ég þekki útgefandann ekki neitt en hef verið í sambandi við hann dálítið lengi og hann langar að gera þetta,“ útskýrir Prins Póló. Hingað til hefur Prins Póló gefið út tónlist sem sungin er á íslensku og var til að mynda platan Sorrí, sem hann gaf út árið 2014, valin plata ársins af sérfræðingum Fréttablaðsins. Hann segist þó vera spenntur fyrir ensku útgáfunni, þó svo hann hafi ekki mikinn áhuga á að fara til Los Angeles. „Það vona ég ekki,“ segir Prins Póló spurður út í hvort hann sé á leið til Borgar englanna á næstunni. „Ég má ekkert vera að því, ég er bara á fullu að baka snakk hérna og má alls ekkert vera að því að slaka á á einhverjum sundlaugarbakka í Los Angeles,“ bætir Prinsinn við og hlær. Hann er farinn að undirbúa sig fyrir vorið enda nóg að gera hjá bóndanum á Karlsstöðum. „Verandi bóndi þá er vorið mjög þýðingarmikill tími, maður þarf að setja niður grænmeti og sá og svona.“ Hamster Charm kemur út á næstunni og er Prinsinn búinn að taka upp myndband við lagið og það með miklum kanónum úr íslensku menningarlífi en það var tekið upp í Góða hirðinum. „Við mættum bara á staðinn án þess að vera búnir að skrifa handrit fyrirfram. Við tjölduðum öllu sem til var í Góða hirðinum og tókum upp frá klukkan sex þegar það lokaði þangað til sex um morguninn. Árni Sveinsson leikstýrði og pródúseraði myndbandið. Hann fékk líka nokkra annálaða snillinga á staðinn til að vera með, meðal annars Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvalds og ömmu sína Rögnu Bjarnadóttur og þau leika svona lykilhlutverk ásamt fjölda fólks,“ útskýrir Prins Póló. Í myndbandinu grípa kanónurnar meðal annars í hið umdeilda Útvegsspil. Hann sendi frá sér nýtt lag á dögunum sem heitir Sandalar og er myndband einnig væntanlegt við það, sem tekið var upp í Berlín. „Félagar okkar búa þarna úti og eru í kvikmyndagerð og eru búnir að vera að biðja okkur um að búa til myndband í einhvern tíma. Við ákváðum með eins dags fyrirvara að stökkva inn í stúdíóið til þeirra, einn sunnudag og gera myndband. Það var algjörlega spontant og við lögðum ekki upp með neina pælingu og byrjuðum bara að taka upp. Við byrjuðum klukkan tíu að morgni og vorum búin klukkan tíu um kvöldið, það var gífurlegt fjör. Besta var að það er náttúrulega allt lokað á sunnudögum í Berlín, allar búningaleigur og allt og við höfðum ekkert propps. Við höfðum bara einn pappakassa og gátum búið til kórónu úr honum og svo áttum við smá varalit og þá var þetta komið,“ útskýrir Prinsinn. Prins Póló er eins og fyrr segir með fleiri lög í vinnslu og hyggst gefa þau út hægt og rólega yfir árið. „Ég stefni svo á að vera með nýja plötu tilbúna næsta vor. Það er von á mörgum nýjum lögum á næstunni og heilli plötu á næsta ári.“ Prinsinn, sem býr á Karlsstöðum í Berufirði ásamt konunni sinni Berglindi Häsler hefur í nógu að snúast og er einnig um þessar mundir að byggja stúdíó á Karlsstöðum og þá er sveitasnakkið sem þau framleiða komið á markað. „Snakkið er á mjög góðu svingi og er selt í Frú Laugu í Reykjavík og Húsi handanna, sem er sérvöruverslun fyrir austan. Við erum svo bara hægt bítandi að fjölga sölustöðunum. Á bænum okkar rekum við einnig Havarí gestahús sem getur tekið átta manns í gistingu. Í sumar verða haldnir viðburðir, tónleikar, myndlistarsýningar með matarívafi í uppgerðri hlöðu á bænum og hvet ég fólk til þess að fylgjast með þessu öllu saman á havari.is,“ bætir Prinsinn við. Tónlist Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler stefna á að tilbúin með snakk fyrir snakktímabilið mikla í kringum Eurovision. 4. mars 2015 19:00 Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Prins Póló er um þessar mundir að vinna að nýju efni en á næstu dögum sendir hann frá sér sitt fyrsta lag sem sungið er á ensku. „Jú, þetta er fyrsta lagið sem Prinsinn gerir á ensku, hann hefur ekki mikið fengist við það að syngja á öðru en móðurmálinu,“ segir Prins Póló, sem er jú einnig þekktur sem bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Lagið sem slíkt er þó ekki nýtt því það kom út á plötunni Sorrí og heitir þar Hamstra Sjarma en það fær þann flotta titil, Hamster Charm á ensku. Enska útgáfan er í raun alveg eins og sú íslenska nema með enskum texta. Hann segir samspil nokkurra þátta valda því að hann hafi ákveðið að prófa að syngja á ensku en ein af ástæðunum er sú að útgefandinn Waxploitation Records í Los Angeles hafði samband og vildi gefa út lag á ensku með Prinsinum. „Prinsinn ákvað að láta undan þrýstingi frá enskumælandi vinum sínum og síðan líka frá útgefanda einum í Los Angeles sem vildi gefa út lag með mér á ensku. Þetta er búið að vera í deiglunni dálítið lengi og er bara tilraun í þessa átt. Ég þekki útgefandann ekki neitt en hef verið í sambandi við hann dálítið lengi og hann langar að gera þetta,“ útskýrir Prins Póló. Hingað til hefur Prins Póló gefið út tónlist sem sungin er á íslensku og var til að mynda platan Sorrí, sem hann gaf út árið 2014, valin plata ársins af sérfræðingum Fréttablaðsins. Hann segist þó vera spenntur fyrir ensku útgáfunni, þó svo hann hafi ekki mikinn áhuga á að fara til Los Angeles. „Það vona ég ekki,“ segir Prins Póló spurður út í hvort hann sé á leið til Borgar englanna á næstunni. „Ég má ekkert vera að því, ég er bara á fullu að baka snakk hérna og má alls ekkert vera að því að slaka á á einhverjum sundlaugarbakka í Los Angeles,“ bætir Prinsinn við og hlær. Hann er farinn að undirbúa sig fyrir vorið enda nóg að gera hjá bóndanum á Karlsstöðum. „Verandi bóndi þá er vorið mjög þýðingarmikill tími, maður þarf að setja niður grænmeti og sá og svona.“ Hamster Charm kemur út á næstunni og er Prinsinn búinn að taka upp myndband við lagið og það með miklum kanónum úr íslensku menningarlífi en það var tekið upp í Góða hirðinum. „Við mættum bara á staðinn án þess að vera búnir að skrifa handrit fyrirfram. Við tjölduðum öllu sem til var í Góða hirðinum og tókum upp frá klukkan sex þegar það lokaði þangað til sex um morguninn. Árni Sveinsson leikstýrði og pródúseraði myndbandið. Hann fékk líka nokkra annálaða snillinga á staðinn til að vera með, meðal annars Ragga Bjarna, Þorgeir Ástvalds og ömmu sína Rögnu Bjarnadóttur og þau leika svona lykilhlutverk ásamt fjölda fólks,“ útskýrir Prins Póló. Í myndbandinu grípa kanónurnar meðal annars í hið umdeilda Útvegsspil. Hann sendi frá sér nýtt lag á dögunum sem heitir Sandalar og er myndband einnig væntanlegt við það, sem tekið var upp í Berlín. „Félagar okkar búa þarna úti og eru í kvikmyndagerð og eru búnir að vera að biðja okkur um að búa til myndband í einhvern tíma. Við ákváðum með eins dags fyrirvara að stökkva inn í stúdíóið til þeirra, einn sunnudag og gera myndband. Það var algjörlega spontant og við lögðum ekki upp með neina pælingu og byrjuðum bara að taka upp. Við byrjuðum klukkan tíu að morgni og vorum búin klukkan tíu um kvöldið, það var gífurlegt fjör. Besta var að það er náttúrulega allt lokað á sunnudögum í Berlín, allar búningaleigur og allt og við höfðum ekkert propps. Við höfðum bara einn pappakassa og gátum búið til kórónu úr honum og svo áttum við smá varalit og þá var þetta komið,“ útskýrir Prinsinn. Prins Póló er eins og fyrr segir með fleiri lög í vinnslu og hyggst gefa þau út hægt og rólega yfir árið. „Ég stefni svo á að vera með nýja plötu tilbúna næsta vor. Það er von á mörgum nýjum lögum á næstunni og heilli plötu á næsta ári.“ Prinsinn, sem býr á Karlsstöðum í Berufirði ásamt konunni sinni Berglindi Häsler hefur í nógu að snúast og er einnig um þessar mundir að byggja stúdíó á Karlsstöðum og þá er sveitasnakkið sem þau framleiða komið á markað. „Snakkið er á mjög góðu svingi og er selt í Frú Laugu í Reykjavík og Húsi handanna, sem er sérvöruverslun fyrir austan. Við erum svo bara hægt bítandi að fjölga sölustöðunum. Á bænum okkar rekum við einnig Havarí gestahús sem getur tekið átta manns í gistingu. Í sumar verða haldnir viðburðir, tónleikar, myndlistarsýningar með matarívafi í uppgerðri hlöðu á bænum og hvet ég fólk til þess að fylgjast með þessu öllu saman á havari.is,“ bætir Prinsinn við.
Tónlist Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler stefna á að tilbúin með snakk fyrir snakktímabilið mikla í kringum Eurovision. 4. mars 2015 19:00 Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43
Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler stefna á að tilbúin með snakk fyrir snakktímabilið mikla í kringum Eurovision. 4. mars 2015 19:00
Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30