Fólkið á Sónar: „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2016 16:41 Rajah, Farrah, Tim og Oscar á Sónar. „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld. Sónar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld.
Sónar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira