Vaxtarverkir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:59 Ísland er ófullburða ferðamannaland. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika. Í miðju Atlantshafi milli tveggja heimsálfa en var lengst af ekki annað í huga ferðamanna en eldsneytisstopp á leiðinni vestur um haf eða austur til Evrópu. Árið 2015 komu hingað til lands um 1,3 milljónir ferðamanna, sem var um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Spár gera ráð fyrir að ferðamenn verði ein og hálf milljón þetta árið. Aldamótaárið komu hingað um 300 þúsund ferðamenn. Talan hefur fimmfaldast frá aldamótum. Engan þarf að undra þó að reyni á stoðirnar. Hringvegurinn var lagður fyrir þrjú hundruð þúsund manna samfélag, og nokkrar túristahræður. Honum var aldrei ætlað að anna þjóðinni og hálfri annarri milljón í viðbót, sem meira og minna er á ferðinni öllum stundum. Fregnir af sviplegu dauðsfalli ferðamanns í Reynisfjöru koma ekki á óvart. Sama gildir um háskatilraunir ferðamanna til að leggja á ísinn við Jökulsárlón, sjósund í Reynisfjöru eða tíðar fregnir af illa búnu fólki á hálendinu. Óhjákvæmilegt er að ýmislegt fari úrskeiðis þegar umferð um landið margfaldast. Barnið hefur vaxið, en brókin ekki. Við þurfum að axla þá ábyrgð sem felst í því að taka vel á móti þeim sem sækja okkur heim. Innviðir landsins, svo sem vegir, lögregla, heilbrigðisþjónusta, björgunarsveitir og annað þurfa að mæta nýjum veruleika. Ísland er harðbýlt land og hér er vetrarríki, sem felur í sér hættur. Við munum aldrei koma alveg í veg fyrir það. Við megum ekki heldur gleyma því, að háskinn er hluti af aðdráttaraflinu. Ósnortnu landi er auðvelt að spilla ef ekki er að gætt. Ítölsk yfirvöld hafa nú ákveðið að takmarka fjölda þeirra sem heimsækja tiltekin þorp í Cinque Terre. Tilgangurinn er að varna átroðningi, varðveita þorpin og gefa þorpsbúum stundarfrið. Víðast hvar tíðkast sömuleiðis að innheimta gjald við ferðamannastaði. Það er til dæmis gert við heimsókn til eldfjallaborgarinnar Pompei við Vesúvíus, og við fornminjar í Aþenu, Róm og annars staðar. Slíkt gjald er ekki innheimt í hagnaðarskyni, heldur til þess að varðveita ferðamannastaðina, hvort sem þeir þykja náttúruperlur eða hafa menningarsögulegt gildi. Ljóst er að hið opinbera þarf mikla peninga til að treysta innviðina. Það kostar stórfé að bæta vegi, fjölga starfsmönnum við heilbrigðisþjónustu og löggæslu til að mæta auknu álagi, eða að finna leið til þess að ekki verði níðst á góðsemi og fórnfýsi björgunarsveita, sem eru ein stærsta skrautfjöður í hatti okkar. Sanngjarnasta leiðin til að mæta slíkum kostnaði, er að notendurnir standi undir honum. Kannski þurfum við Íslendingar að sætta okkur við að sjá af nokkrum skildingum til að skoða Gullfoss? Kannski ætti að setja sérstök gjöld á félög í ferðamannaþjónustu? Yfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins. Það þarf skýra hugsun og mótaða framtíðarsýn. Það er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Ísland er ófullburða ferðamannaland. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika. Í miðju Atlantshafi milli tveggja heimsálfa en var lengst af ekki annað í huga ferðamanna en eldsneytisstopp á leiðinni vestur um haf eða austur til Evrópu. Árið 2015 komu hingað til lands um 1,3 milljónir ferðamanna, sem var um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Spár gera ráð fyrir að ferðamenn verði ein og hálf milljón þetta árið. Aldamótaárið komu hingað um 300 þúsund ferðamenn. Talan hefur fimmfaldast frá aldamótum. Engan þarf að undra þó að reyni á stoðirnar. Hringvegurinn var lagður fyrir þrjú hundruð þúsund manna samfélag, og nokkrar túristahræður. Honum var aldrei ætlað að anna þjóðinni og hálfri annarri milljón í viðbót, sem meira og minna er á ferðinni öllum stundum. Fregnir af sviplegu dauðsfalli ferðamanns í Reynisfjöru koma ekki á óvart. Sama gildir um háskatilraunir ferðamanna til að leggja á ísinn við Jökulsárlón, sjósund í Reynisfjöru eða tíðar fregnir af illa búnu fólki á hálendinu. Óhjákvæmilegt er að ýmislegt fari úrskeiðis þegar umferð um landið margfaldast. Barnið hefur vaxið, en brókin ekki. Við þurfum að axla þá ábyrgð sem felst í því að taka vel á móti þeim sem sækja okkur heim. Innviðir landsins, svo sem vegir, lögregla, heilbrigðisþjónusta, björgunarsveitir og annað þurfa að mæta nýjum veruleika. Ísland er harðbýlt land og hér er vetrarríki, sem felur í sér hættur. Við munum aldrei koma alveg í veg fyrir það. Við megum ekki heldur gleyma því, að háskinn er hluti af aðdráttaraflinu. Ósnortnu landi er auðvelt að spilla ef ekki er að gætt. Ítölsk yfirvöld hafa nú ákveðið að takmarka fjölda þeirra sem heimsækja tiltekin þorp í Cinque Terre. Tilgangurinn er að varna átroðningi, varðveita þorpin og gefa þorpsbúum stundarfrið. Víðast hvar tíðkast sömuleiðis að innheimta gjald við ferðamannastaði. Það er til dæmis gert við heimsókn til eldfjallaborgarinnar Pompei við Vesúvíus, og við fornminjar í Aþenu, Róm og annars staðar. Slíkt gjald er ekki innheimt í hagnaðarskyni, heldur til þess að varðveita ferðamannastaðina, hvort sem þeir þykja náttúruperlur eða hafa menningarsögulegt gildi. Ljóst er að hið opinbera þarf mikla peninga til að treysta innviðina. Það kostar stórfé að bæta vegi, fjölga starfsmönnum við heilbrigðisþjónustu og löggæslu til að mæta auknu álagi, eða að finna leið til þess að ekki verði níðst á góðsemi og fórnfýsi björgunarsveita, sem eru ein stærsta skrautfjöður í hatti okkar. Sanngjarnasta leiðin til að mæta slíkum kostnaði, er að notendurnir standi undir honum. Kannski þurfum við Íslendingar að sætta okkur við að sjá af nokkrum skildingum til að skoða Gullfoss? Kannski ætti að setja sérstök gjöld á félög í ferðamannaþjónustu? Yfirvöld þurfa að fara að vakna til lífsins. Það þarf skýra hugsun og mótaða framtíðarsýn. Það er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun