Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:29 Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira