Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 13:32 Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“ Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31
Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18
Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13
Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18