Kostar aldrei neitt að spyrja Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2016 09:30 Níels Alvin er að vonum alsæll yfir því hversu vel uppáhaldshljómsveit hans tók í það að koma og spila hér á landi. Hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói fyrir fyrirhugaða tónleika. Vísir/Stefán „Ég fór bara inn á heimasíðuna þeirra af rælni. Þar var svona linkur til þess að hafa samband og ég hugsaði bara með mér að það kostaði nú aldrei neitt að spyrja þannig að ég sendi inn fyrirspurn og þannig rúllaði boltinn af stað,“ útskýrir hásetinn Níels Alvin Níelsson um tildrög þess að hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói undir tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni, Fairport Convention, þann 20. maí árið 2017. „Ég er aðeins að hoppa út í djúpu laugina, ég hef enga reynslu af tónleikahaldi en ég er með góða menn í kringum mig sem eru búnir að gefa mér ókeypis ráð. Þannig að ég ákvað að stökkva af stað.“ Níels hefur hlustað á hljómsveitina frá 16 ára aldri eða í rúm 30 ár. „Þeir standa fyrir tónlistarhátíð þar sem mæta um 20.000 manns og ég hef farið þrisvar sinnum og var alltaf með það í huganum að það væri gaman að fá þá hingað. Maður bara þekkir ekki markaðinn þannig að maður er að renna svolítið blint í sjóinn með þetta.“ „Ég tilkynnti þetta á Facebook fyrir vini og vandamenn. Manni finnst nú oft ekkert að marka Facebook. Það eru kannski 100 manns sem skrá sig á einhvern viðburð en svo mæta 20. En viðtökurnar hafa verið góðar það sem af er og fólk hefur verið í óðaönn að senda mér skilaboð og biðja mig um að taka frá miða.“ Níels segir textasmíð sveitarinnar eiga stóran þátt í því að hún hafi verið í uppáhaldi í þessi þrjátíu ár. „Það eru skemmtilegar sögur í textunum, mikið af breskum þjóðsögum og sjóarasögum og slíku,“ segir hann og bætir fljótt við: „Svo eru þeir að blanda rokkinu inn í þetta þannig að þeir eru hressir líka.“ Hann vill þó ekki meina að hann muni hætta hásetastörfum og einbeita sér að tónleikahaldi. „Þetta snýst nú meira um að láta gamla drauma rætast. Í staðinn fyrir að ég fari til Englands á tónleika með þeim þá koma þeir til mín.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu lítið þurfti til að fá sveitina til að koma til landsins. „Það kom mér á óvart hvað þeir eru hógværir í kröfum. Það eru engir stjörnustælar í kringum þá. Þeir eru ekkert að biðja bara um gult M&M eða eitthvað svoleiðis.“ Níels er fljótur til svars þegar hann er inntur eftir því hvort tónleikagestir megi eiga von á því að hann skelli sér upp á svið með sveitinni. „Ég ætla rétt að vona ekki, ég ætla nú ekki að fara að verða mér til skammar,“ segir hann og skellihlær.Um Fairport Convention Breska þjóðlagarokkhljómsveitin Fairport Convention var stofnuð árið 1967 og er sveitin talin hafa verið ein lykilsveita bresku þjóð- lagarokkhreyfingarinnar. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Simon Nicol, Dave Pegg, Ric Sanders, Chris Leslie og Gerry Conway (Pegg og Conway léku einnig báðir með bresku rokksveitinni Jethro Tull). Tónlistarkonan Sandy Denny var aðalsöngkona sveitarinnar á árunum 1968-1975 með hléum. Hún lést árið 1978 en hún var eini gestasöngvarinn á stúdíóplötu hinnar fornfrægu hljómsveitar Led Zeppelin þegar hún söng dúettinn The Battle of Evermore ásamt Robert Plant á fjórðu plötu sveitarinnar sem kom út árið 1971. Sveitin hefur frá árinu 1979 staðið fyrir Cropredy-hátíðinni, árlegri þjóðlagarokkhátíð og er hún stærsti viðburður sinnar tegundar í Englandi og fer fram í útjaðri þorpsins Cropredy í Oxfordskíri. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
„Ég fór bara inn á heimasíðuna þeirra af rælni. Þar var svona linkur til þess að hafa samband og ég hugsaði bara með mér að það kostaði nú aldrei neitt að spyrja þannig að ég sendi inn fyrirspurn og þannig rúllaði boltinn af stað,“ útskýrir hásetinn Níels Alvin Níelsson um tildrög þess að hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói undir tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni, Fairport Convention, þann 20. maí árið 2017. „Ég er aðeins að hoppa út í djúpu laugina, ég hef enga reynslu af tónleikahaldi en ég er með góða menn í kringum mig sem eru búnir að gefa mér ókeypis ráð. Þannig að ég ákvað að stökkva af stað.“ Níels hefur hlustað á hljómsveitina frá 16 ára aldri eða í rúm 30 ár. „Þeir standa fyrir tónlistarhátíð þar sem mæta um 20.000 manns og ég hef farið þrisvar sinnum og var alltaf með það í huganum að það væri gaman að fá þá hingað. Maður bara þekkir ekki markaðinn þannig að maður er að renna svolítið blint í sjóinn með þetta.“ „Ég tilkynnti þetta á Facebook fyrir vini og vandamenn. Manni finnst nú oft ekkert að marka Facebook. Það eru kannski 100 manns sem skrá sig á einhvern viðburð en svo mæta 20. En viðtökurnar hafa verið góðar það sem af er og fólk hefur verið í óðaönn að senda mér skilaboð og biðja mig um að taka frá miða.“ Níels segir textasmíð sveitarinnar eiga stóran þátt í því að hún hafi verið í uppáhaldi í þessi þrjátíu ár. „Það eru skemmtilegar sögur í textunum, mikið af breskum þjóðsögum og sjóarasögum og slíku,“ segir hann og bætir fljótt við: „Svo eru þeir að blanda rokkinu inn í þetta þannig að þeir eru hressir líka.“ Hann vill þó ekki meina að hann muni hætta hásetastörfum og einbeita sér að tónleikahaldi. „Þetta snýst nú meira um að láta gamla drauma rætast. Í staðinn fyrir að ég fari til Englands á tónleika með þeim þá koma þeir til mín.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu lítið þurfti til að fá sveitina til að koma til landsins. „Það kom mér á óvart hvað þeir eru hógværir í kröfum. Það eru engir stjörnustælar í kringum þá. Þeir eru ekkert að biðja bara um gult M&M eða eitthvað svoleiðis.“ Níels er fljótur til svars þegar hann er inntur eftir því hvort tónleikagestir megi eiga von á því að hann skelli sér upp á svið með sveitinni. „Ég ætla rétt að vona ekki, ég ætla nú ekki að fara að verða mér til skammar,“ segir hann og skellihlær.Um Fairport Convention Breska þjóðlagarokkhljómsveitin Fairport Convention var stofnuð árið 1967 og er sveitin talin hafa verið ein lykilsveita bresku þjóð- lagarokkhreyfingarinnar. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Simon Nicol, Dave Pegg, Ric Sanders, Chris Leslie og Gerry Conway (Pegg og Conway léku einnig báðir með bresku rokksveitinni Jethro Tull). Tónlistarkonan Sandy Denny var aðalsöngkona sveitarinnar á árunum 1968-1975 með hléum. Hún lést árið 1978 en hún var eini gestasöngvarinn á stúdíóplötu hinnar fornfrægu hljómsveitar Led Zeppelin þegar hún söng dúettinn The Battle of Evermore ásamt Robert Plant á fjórðu plötu sveitarinnar sem kom út árið 1971. Sveitin hefur frá árinu 1979 staðið fyrir Cropredy-hátíðinni, árlegri þjóðlagarokkhátíð og er hún stærsti viðburður sinnar tegundar í Englandi og fer fram í útjaðri þorpsins Cropredy í Oxfordskíri.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira