Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2016 19:45 Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30