Viðskipti erlent

Landsframleiðsla í Brasilíu dróst saman um tæplega 4%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Brasilíska hagkerfið hefur dregist verulega saman undanfarna mánuði. Mynd frá Rio de Janeiro.
Brasilíska hagkerfið hefur dregist verulega saman undanfarna mánuði. Mynd frá Rio de Janeiro. Vísir/Getty
Hagkerfi Brasilíu átti erfiðara ár en flest önnur í heiminum á síðasta ári. Landsframleiðsla landsins dróst saman um 3,8 prósent árið 2015.

Brasilíska hagkerfið, sem er það sjöunda stærsta í heiminum, hefur dregist verulega saman undanfarna mánuði. BBC greinir frá því að ástæða þess sé meðal annars lágt hrávöruverð og lélegur hagvöxtur víðsvegar um heiminn. 

Órói í stjórnmálum í landinu hefur einnig komið í veg fyrir að Brasiía geti tekist á við efnahasgserfiðleika sína. Halli á ríkissjóði nemur 10,8 prósent af vergri landsframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×