Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2016 11:45 Þingvallavegur liggur í gegnum byggðina í Mosfellsdal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn íbúa í dalnum. vísir/gva/loftmyndir Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira