Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2016 11:45 Þingvallavegur liggur í gegnum byggðina í Mosfellsdal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn íbúa í dalnum. vísir/gva/loftmyndir Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira