Kem til með að gista í miðjum frumskógi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:00 Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. vísir/Ernir „Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs. Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs.
Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46