Átti lag í nýjasta þætti Grey´s Anatomy Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. mars 2016 09:00 Axel Flóvent lauk í gær við tónleikaferð um Bandaríkin. mynd/Sigga Ella Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures. Airwaves Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent átti lag í hinum geysivinsæla sjónvarpsþættir Grey's Anatomy sem sýndur var á fimmtudagskvöldið í Bandaríkjunum. Lagið sem notað var í þættinum heitir Beach en það kom út á síðustu EP plötu Axels, sem ber nafnið Forest Fires. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lagið er notað í erlendan sjónvarpsþátt en lagið var einnig notað í Vampire Diaris í desember. „Við vitum af fleiri þáttum en við megum ekki segja frá því að svo stöddu,” segir Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, spurður út í hvort tónlist Axels verði í fleiri sjónvarpsþáttum á næstunni. Axel hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kom fram á síðustu tónleikum ferðarinnar í gærkvöldi í Chicago. „Túrinn hefur gengið rosalega vel, það hefur verið fullt alls staðar. Við lögðum af stað um síðustu mánaðamót og keyrðum um 3.700 kílómetra allt í allt. Axel spilaði á SXSW tónlistarhátíðinni í Austin á miðvikudagskvöldið og svo flugum við hingað til Chicago. Við stoppum þó stutt heima því Axel er á leið í stúdíó í Belgíu og ég nýti tímann til að funda með plötufyrirtækinu okkar um framtíðina,“ útskýrir Sindri. Árið lítur vel út hjá Axel en eftir að hafa verið úti nánast allan janúar og mars tekur við mikil vinnutörn í apríl þar sem meðal annars erlendir kvikmyndagerðarmenn á vegum Sony eru væntanlegir til landsins að vinna tónlistarmyndband með Axel. „Svo er stíf dagskrá frá lok apríl alveg fram í lok nóvember. Spot tónlistarhátíðin í Danmörku í lok apríl, Canadian Music Week, austurstranda tónleikaferð um Bandaríkin, Stuttur sprettur í Bretlandi og Great Escape tónlistarhátíðin í maí. Holland, Belgía, Sviss, Secret Solstice, Slottsfjell-hátíðin í Noregi og fleiri hátíðir sem við megum ekki segja frá strax. Þýskaland í september og svo að sjálfsögðu Iceland Airwaves í nóvember,“ segir Sindri. Hann stefnir á að halda tónleika á Íslandi fyrir Secret Solstice. „Það er ekkert skipulagt en líklega náum við tónleikum í apríl.“ Á næstu vikum sendir Axel frá sér nýtt lag og myndband en það er við lagið Sea Creatures.
Airwaves Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira