Íslenskar skoðanir, já takk! Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 Ég ætlaði að hefja þessar hugleiðingar á einhverju fleygu og fáguðu. En ég er með hausverk, kaffið var að klárast, rafgeymirinn á bílnum er dauður og klósettpappírinn er búinn. Eftirfarandi verður því að duga: Lobbíistar þessa lands hafa nú troðið hausnum á sér svo langt upp í sjálfhverfan, óæðri endann á sér að þeir heyra ekki lengur að þeir hljóma eins og organdi smábarn sem hendir sér í gólfið í nammideildinni í Hagkaup því mamma þess vill bara kaupa einn poka af gúmmí-körlum en ekki heilt þorp. Í fréttum er þetta helst:Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að stjórnvöld beiti sér í því að halda krónunni veikri svo bransinn hans græði sem mest.Samtök iðnaðarins vilja ekki að neytendur geti keypt sér bjór í matvöruverslunum. Ástæðan er þó ekki lýðheilsulegs eðlis heldur ráða arðsemissjónarmið för. Íslenskir bjórframleiðendur óttast að tapa markaðshlutdeild gagnvart erlendum framleiðendum því hingað til lands slysast annað slagið auglýsingar frá erlendum áfengisframleiðendum með erlendum fjölmiðlum.Formaður Framsóknarflokksins nær ekki upp í nef sér yfir að ASÍ skuli eitthvað vera að pæla í hagsmunum neytenda þegar kemur að nýjum búvörusamningum. Hverjum er ekki sama um þessa neytendur? Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt af vana einum saman. Okkur finnst sjálfsagt að himinninn sé blár, að það séu sjö dagar í vikunni, að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö. En hvað ef himinninn væri rauður? Hvað ef það væru bara fjórir dagar í vikunni? Hvað ef Sjónvarpsfréttirnar byrjuðu klukkan átta? Hvað ef í fréttum væri þetta helst:Innflutningstollar hafa verið settir á ítalskt pestó eftir að Mörður Þjóðmundsson á Ysta-Túni hóf framleiðslu á íslensku húndasúru-pestói. Hundasúrurnar koma allar úr bæjarhlaðinu en pestóið inniheldur einnig extra virgin þorskalýsi, fíflamjólk, rifinn Skólaost frá Mjólkursamsölunni og iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.Slökkt hefur verið endanlega á internetinu á Íslandi að kröfu Samtaka íslenskra pistlahöfunda. Ómælt lesefni frá útlöndum hefur þótt veikja samkeppnisstöðu þeirra sem sinna ritstörfum hér á landi og grafa undan atvinnumöguleikum þeirra. Jórunn Tómasdóttir, talskona átaksins „Íslenskar skoðanir, já takk!“ telur að með aðgerðinni fjölgi í stéttinni sem nemur fingrum beggja handa. Rétt rúm vika er síðan þýðingar á erlendum bókmenntaverkum yfir á íslensku voru með öllu bannaðar til að vernda íslenska bókritun.Nemendur 10. bekkjar Álftamýrarskóla fóru í hungurverkfall í kjölfar frétta þess efnis að kvikmyndainnflutningskvótinn er uppurinn og frumsýningu myndarinnar X-Men: Apocalypse hefur verið frestað til næsta árs. Í staðinn munu kvikmyndahús landsins sýna nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur 2 og sjálfstætt framhald hennar, Hrafninn mígur – í Elliðavatn.Alþingi samþykkti í gær frumvarp um svo kallaða „berskyldu“ en hún líkist herskyldu annarra landa nema í stað þess að bera vopn verður bermönnum gert að bera farangur erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim upp um fjöll og firnindi og tröppur gistiheimila sem ekki eru með lyftu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir lögin mikilvægt skref í að viðhalda straumi ferðamanna hingað til lands og hámarka arðsemi greinarinnar. Á morgun hyggst Flokkur gráðugra hagsmunaaðila leggja fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela í sér útvíkkun á skyldum þeirra sem hljóta berkvaðningu. Verður bermönnum þá einnig gert að fara með íslenskar rímur fyrir erlenda gesti sé þess óskað, flytja þeim þjóðlög á langspil, víkja úr rúmum sínum komi upp skortur á hótelplássum, teyma túrista um hættur hálendisins í ólum svo þeir fari sér ekki að voða og hreinsa upp saur þeirra sem kjósa að gera þarfir sínar undir berum himni. Myndum við láta þessa skálduðu hagsmunaaðila vaða yfir okkur á skítugum skónum? Krafa hinna raunverulegu lobbíista er ekkert réttmætari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ég ætlaði að hefja þessar hugleiðingar á einhverju fleygu og fáguðu. En ég er með hausverk, kaffið var að klárast, rafgeymirinn á bílnum er dauður og klósettpappírinn er búinn. Eftirfarandi verður því að duga: Lobbíistar þessa lands hafa nú troðið hausnum á sér svo langt upp í sjálfhverfan, óæðri endann á sér að þeir heyra ekki lengur að þeir hljóma eins og organdi smábarn sem hendir sér í gólfið í nammideildinni í Hagkaup því mamma þess vill bara kaupa einn poka af gúmmí-körlum en ekki heilt þorp. Í fréttum er þetta helst:Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að stjórnvöld beiti sér í því að halda krónunni veikri svo bransinn hans græði sem mest.Samtök iðnaðarins vilja ekki að neytendur geti keypt sér bjór í matvöruverslunum. Ástæðan er þó ekki lýðheilsulegs eðlis heldur ráða arðsemissjónarmið för. Íslenskir bjórframleiðendur óttast að tapa markaðshlutdeild gagnvart erlendum framleiðendum því hingað til lands slysast annað slagið auglýsingar frá erlendum áfengisframleiðendum með erlendum fjölmiðlum.Formaður Framsóknarflokksins nær ekki upp í nef sér yfir að ASÍ skuli eitthvað vera að pæla í hagsmunum neytenda þegar kemur að nýjum búvörusamningum. Hverjum er ekki sama um þessa neytendur? Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt af vana einum saman. Okkur finnst sjálfsagt að himinninn sé blár, að það séu sjö dagar í vikunni, að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö. En hvað ef himinninn væri rauður? Hvað ef það væru bara fjórir dagar í vikunni? Hvað ef Sjónvarpsfréttirnar byrjuðu klukkan átta? Hvað ef í fréttum væri þetta helst:Innflutningstollar hafa verið settir á ítalskt pestó eftir að Mörður Þjóðmundsson á Ysta-Túni hóf framleiðslu á íslensku húndasúru-pestói. Hundasúrurnar koma allar úr bæjarhlaðinu en pestóið inniheldur einnig extra virgin þorskalýsi, fíflamjólk, rifinn Skólaost frá Mjólkursamsölunni og iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.Slökkt hefur verið endanlega á internetinu á Íslandi að kröfu Samtaka íslenskra pistlahöfunda. Ómælt lesefni frá útlöndum hefur þótt veikja samkeppnisstöðu þeirra sem sinna ritstörfum hér á landi og grafa undan atvinnumöguleikum þeirra. Jórunn Tómasdóttir, talskona átaksins „Íslenskar skoðanir, já takk!“ telur að með aðgerðinni fjölgi í stéttinni sem nemur fingrum beggja handa. Rétt rúm vika er síðan þýðingar á erlendum bókmenntaverkum yfir á íslensku voru með öllu bannaðar til að vernda íslenska bókritun.Nemendur 10. bekkjar Álftamýrarskóla fóru í hungurverkfall í kjölfar frétta þess efnis að kvikmyndainnflutningskvótinn er uppurinn og frumsýningu myndarinnar X-Men: Apocalypse hefur verið frestað til næsta árs. Í staðinn munu kvikmyndahús landsins sýna nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur 2 og sjálfstætt framhald hennar, Hrafninn mígur – í Elliðavatn.Alþingi samþykkti í gær frumvarp um svo kallaða „berskyldu“ en hún líkist herskyldu annarra landa nema í stað þess að bera vopn verður bermönnum gert að bera farangur erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim upp um fjöll og firnindi og tröppur gistiheimila sem ekki eru með lyftu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir lögin mikilvægt skref í að viðhalda straumi ferðamanna hingað til lands og hámarka arðsemi greinarinnar. Á morgun hyggst Flokkur gráðugra hagsmunaaðila leggja fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela í sér útvíkkun á skyldum þeirra sem hljóta berkvaðningu. Verður bermönnum þá einnig gert að fara með íslenskar rímur fyrir erlenda gesti sé þess óskað, flytja þeim þjóðlög á langspil, víkja úr rúmum sínum komi upp skortur á hótelplássum, teyma túrista um hættur hálendisins í ólum svo þeir fari sér ekki að voða og hreinsa upp saur þeirra sem kjósa að gera þarfir sínar undir berum himni. Myndum við láta þessa skálduðu hagsmunaaðila vaða yfir okkur á skítugum skónum? Krafa hinna raunverulegu lobbíista er ekkert réttmætari.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun