Fólk hefur áhuga á fólki í sinni fjölbreyttu mynd Magnús Guðmundsson skrifar 18. mars 2016 12:00 Mynd/Barbara Probst, með leyfi Kuckei + Kuckei, Berlin „Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“