Förum að fordæmi Dana Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Stjórnmálamenn landsins hafa sumir hverjir tekist allhart á eftir að í hámæli komst að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, ætti eignir á Bresku-Jómfrúareyjum og gerði um 500 milljóna króna kröfu í þrotabú föllnu bankanna. Virðast menn hafa farið offari á báða bóga. Í það minnsta hefur enn ekki verið bent á að lög og reglur hafi verið brotnar í tengslum við þessi mál. Verður þá að skrifast á smekkvísi hvers og eins hvort í lagi sé að tala um eignir í skattaskjóli þegar farið er að öllum reglum um sköttun hér á landi. Hvað þá þegar eiginkona forsætisráðherra er sögð í hópi hrægamma, en það orðfæri hefur verið haft um fjárfesta sem keypt hafa á undirverði kröfur á föllnu bankana og virðist alls ekki eiga við um félag hennar, heldur sé um að ræða kröfur sem alls óvíst sé að fáist greiddar. Um leið verður að teljast í hæsta máta ósmekklegt að ráðast með ósannindum og dylgjum að þingmönnum sem tjáð hafa sig um málið, líkt og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann sagði Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmann VG, hafa átt hagsmuna að gæta vegna kvótasölu á sama tíma og hún barðist fyrir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu á síðasta kjörtímabili. Spurningar vakna hins vegar um gagnsæi og stjórnsýslu og hvort ekki sé eðlilegt að gerð sé grein fyrir hagsmunatengslum ráðherra í gegn um maka. Í viðtali við Fréttablaðið í gær telur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, það ekki vera, sjálfstæði maka sé undir. Þó var samdægurs samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um siðareglur fyrir þingmenn þar sem þeir eru sagðir eiga að forðast hvers kyns hagsmunaárekstra og upplýsa um þá. Ekki verður fram hjá því horft að með því að undanskilja maka í upptalningu á hagsmunatengslum skapast rými til athafna sem óvíst er að þoli dagsins ljós, svo sem með því að einkafyrirtæki mokaði gjöfum í maka ráðherra sem hefði með mál þess að gera. Íslensk löggjöf og stjórnskipan er að stærstum hluta komin frá Dönum og samhljómur víða. Danir eru þó langt á undan Íslendingum þegar kemur að gagnsæi stjórnsýslunnar og því að upplýsa um hagsmunatengsl stjórnmálamanna. Á vef danska stjórnarráðsins má þannig finna hagsmunaskráningu ráðherra, þar sem gert er ráð fyrir að makar þeirra upplýsi einnig um sín mál. Undir eru tekjur af eigin atvinnustarfsemi þar sem ársvelta er yfir 50 þúsund dönskum krónum (tæp milljón) og tekjur af fjárfestingum eða eignarhlut í fyrirtækjum með sömu tekjumörkum. Til dæmis má sjá að eiginkona Lars Løkke Rasmussen hefur, eins og hann sjálfur, tekjur af því að leigja út eigin íbúð þeirra og fær greidd laun fyrir kennarastarf sitt. Hann er í Venstre og skátunum. Eðlilegt væri að hér væri málum eins háttað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun
Stjórnmálamenn landsins hafa sumir hverjir tekist allhart á eftir að í hámæli komst að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, ætti eignir á Bresku-Jómfrúareyjum og gerði um 500 milljóna króna kröfu í þrotabú föllnu bankanna. Virðast menn hafa farið offari á báða bóga. Í það minnsta hefur enn ekki verið bent á að lög og reglur hafi verið brotnar í tengslum við þessi mál. Verður þá að skrifast á smekkvísi hvers og eins hvort í lagi sé að tala um eignir í skattaskjóli þegar farið er að öllum reglum um sköttun hér á landi. Hvað þá þegar eiginkona forsætisráðherra er sögð í hópi hrægamma, en það orðfæri hefur verið haft um fjárfesta sem keypt hafa á undirverði kröfur á föllnu bankana og virðist alls ekki eiga við um félag hennar, heldur sé um að ræða kröfur sem alls óvíst sé að fáist greiddar. Um leið verður að teljast í hæsta máta ósmekklegt að ráðast með ósannindum og dylgjum að þingmönnum sem tjáð hafa sig um málið, líkt og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann sagði Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmann VG, hafa átt hagsmuna að gæta vegna kvótasölu á sama tíma og hún barðist fyrir breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu á síðasta kjörtímabili. Spurningar vakna hins vegar um gagnsæi og stjórnsýslu og hvort ekki sé eðlilegt að gerð sé grein fyrir hagsmunatengslum ráðherra í gegn um maka. Í viðtali við Fréttablaðið í gær telur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, það ekki vera, sjálfstæði maka sé undir. Þó var samdægurs samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um siðareglur fyrir þingmenn þar sem þeir eru sagðir eiga að forðast hvers kyns hagsmunaárekstra og upplýsa um þá. Ekki verður fram hjá því horft að með því að undanskilja maka í upptalningu á hagsmunatengslum skapast rými til athafna sem óvíst er að þoli dagsins ljós, svo sem með því að einkafyrirtæki mokaði gjöfum í maka ráðherra sem hefði með mál þess að gera. Íslensk löggjöf og stjórnskipan er að stærstum hluta komin frá Dönum og samhljómur víða. Danir eru þó langt á undan Íslendingum þegar kemur að gagnsæi stjórnsýslunnar og því að upplýsa um hagsmunatengsl stjórnmálamanna. Á vef danska stjórnarráðsins má þannig finna hagsmunaskráningu ráðherra, þar sem gert er ráð fyrir að makar þeirra upplýsi einnig um sín mál. Undir eru tekjur af eigin atvinnustarfsemi þar sem ársvelta er yfir 50 þúsund dönskum krónum (tæp milljón) og tekjur af fjárfestingum eða eignarhlut í fyrirtækjum með sömu tekjumörkum. Til dæmis má sjá að eiginkona Lars Løkke Rasmussen hefur, eins og hann sjálfur, tekjur af því að leigja út eigin íbúð þeirra og fær greidd laun fyrir kennarastarf sitt. Hann er í Venstre og skátunum. Eðlilegt væri að hér væri málum eins háttað.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun