Úti er ævintýri - eða hvað? Snærós Sindradóttir skrifar 18. mars 2016 07:00 Í gærkvöldi lauk ég við að lesa sjöundu og síðustu Harry Potter bókina fyrir stjúpdóttur mína. Þar með lukum við þriggja ára sameiginlegu verkefni sem hefur krafist fullrar athygli og einbeitingar af hennar hálfu. Það er ekkert grín að muna frá kvöldi til kvölds hvað gerðist síðast og halda svo þræði þegar nýr mánudagur í pabbaviku hefst. Verkefnið hefur sömuleiðis krafist af mér einbeitingar en metnaður er úrslitaatriðið. Einföld netleit segir mér að í bókunum séu 772 persónur. Fyrir hverja og eina hef ég lagt metnað minn í að skapa rödd sem hæfir persónunni og ég fæ að heyra það hraustlega ef ég ruglast. Ron Weasley má ekki allt í einu hljóma eins og Fred Weasley. Stjúpdóttir mín varð ellefu ára á mánudag og ég hef velt því fyrir mér hvort það þýði að nú hætti kvöldlestur. Lestur Harry Potter bókanna hefur ekki aðeins opnað fyrir henni heilan heim ævintýra heldur líka fært okkur sameiginlegt áhugamál. Ég las Harry Potter og viskusteininn árið 1999 og vonaði innst inni að bréfið kæmi árið 2002. Ég húkkaði mér líka far með löggunni frá Bolungarvík til Ísafjarðar, laugardaginn 21. júlí 2007, til þess að ná einu af fáum eintökum af Harry Potter og dauðadjásnunum sem Vestfirðir fengu send á útgáfudegi. Bráðum verður meira spennandi að reyna á mörk útivistartímans en að hlusta á stjúpmömmu sína lesa ævintýri. En þegar lesturinn hefst fyrir systkini hennar vona ég að hún komi fyrr heim og krulli sig í sófann til að hlusta á sexhundruðustu röddina. Það er nefnilega alltaf jafn fyndið þegar tvíburarnir kvelja Dolores Umbridge með ferðamýrinni og það hættir aldrei að vera sorglegt þegar húsálfurinn Dobby deyr, sáttur á meðal vina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Snærós Sindradóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun
Í gærkvöldi lauk ég við að lesa sjöundu og síðustu Harry Potter bókina fyrir stjúpdóttur mína. Þar með lukum við þriggja ára sameiginlegu verkefni sem hefur krafist fullrar athygli og einbeitingar af hennar hálfu. Það er ekkert grín að muna frá kvöldi til kvölds hvað gerðist síðast og halda svo þræði þegar nýr mánudagur í pabbaviku hefst. Verkefnið hefur sömuleiðis krafist af mér einbeitingar en metnaður er úrslitaatriðið. Einföld netleit segir mér að í bókunum séu 772 persónur. Fyrir hverja og eina hef ég lagt metnað minn í að skapa rödd sem hæfir persónunni og ég fæ að heyra það hraustlega ef ég ruglast. Ron Weasley má ekki allt í einu hljóma eins og Fred Weasley. Stjúpdóttir mín varð ellefu ára á mánudag og ég hef velt því fyrir mér hvort það þýði að nú hætti kvöldlestur. Lestur Harry Potter bókanna hefur ekki aðeins opnað fyrir henni heilan heim ævintýra heldur líka fært okkur sameiginlegt áhugamál. Ég las Harry Potter og viskusteininn árið 1999 og vonaði innst inni að bréfið kæmi árið 2002. Ég húkkaði mér líka far með löggunni frá Bolungarvík til Ísafjarðar, laugardaginn 21. júlí 2007, til þess að ná einu af fáum eintökum af Harry Potter og dauðadjásnunum sem Vestfirðir fengu send á útgáfudegi. Bráðum verður meira spennandi að reyna á mörk útivistartímans en að hlusta á stjúpmömmu sína lesa ævintýri. En þegar lesturinn hefst fyrir systkini hennar vona ég að hún komi fyrr heim og krulli sig í sófann til að hlusta á sexhundruðustu röddina. Það er nefnilega alltaf jafn fyndið þegar tvíburarnir kvelja Dolores Umbridge með ferðamýrinni og það hættir aldrei að vera sorglegt þegar húsálfurinn Dobby deyr, sáttur á meðal vina.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun