Seabear snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 14:49 Hljómsveitin Seabear. Sindri, Sóley og Dóri eru fyrir miðju. Vísir/Stefán Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira