Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:00 „Þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel. Vísir/Anton Brink Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“ Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“
Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira