Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:00 „Þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel. Vísir/Anton Brink Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona umfangsmiklu verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld um frumraun sína í óperusmíð. Um er að ræða óperu eftir dönsku myndinni Brødre eftir danska kvikmyndaleikstjórann Susanne Bier. „Það er allavega ár síðan byrjað var að tala um þetta – kannski rúmlega ár,“ upplýsir Daníel. „Síðan höfum við verið að vinna í handritinu, eða librettoen eins og það kallast á dönsku. Það er sænsk kona sem skrifar textann, Kerstin Perski, hún er reynd í óperuhandritaskrifum.“ Hann segir óperuna verða sungna á ensku en ekki dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd er frá mér komin. Þó ég tali góða dönsku, eftir að hafa búið í Danmörku um tíma, fannst mér liggja beinna við að hafa enskan texta til að gera verkið alþjóðlegra og til að auðvelda erlendum söngvurum að syngja hann. Kerstin Perski hefur reynslu af því að skrifa handrit á ensku svo það var ekkert mál.“ Danska þjóðaróperan í Árósum pantaði óperuna hjá Daníel. „Tilefnið er það að Árósar eru menningarborg Evrópu 2017 og þar er verið að ráðast í nokkur stór verkefni, meðal annars það sem er kallað Bier-þrílógían, þar sem þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier verða teknar og unnið úr þeim nýtt efni; ein myndin verður óperan mín, önnur dansverk og sú þriðja leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í Árósum heldur utan um verkefnin sem öll eru sjálfstæð en undir þessari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir hann. Daníel segir Dani verða í aðalhlutverkum í óperunni, nokkrir söngvarar komi annars staðar frá en ekki sé búið að loka þeim hlutum endanlega. Hins vegar sé nýbúið að tilkynna að Daninn Kasper Holten, fyrrverandi stjórnandi Danska konunglega leikhússins, stjórni uppfærslunni. „Holten er að hætta sem listrænn stjórnandi Covent Garden í London og hann stökk á þetta sem fyrsta verkefni eftir að hann hættir þar. Mér finnst það frábært,“ segir Daníel. Í grein í Politiken er tekið fram að Daníel sé „danskfæddur“, þannig gera Danir smá tilkall til hans og það finnst honum svolítið fyndið. „Þeir hafa greinilega þörf fyrir að taka þetta fram. Í fyrstu fréttatilkynningunni sem ég sá um óperuna gengu þeir lengra, þar var ég skrifaður dansk/íslenskur en ég náði að leiðrétta það því ég er rammíslenskur,“ segir hann. „En það er rétt að ég er fæddur á Rigshospitalet því foreldrar mínir, Bjarni Daníelsson og Valgerður Gunnarsdóttir Schram, voru í námi í Danmörku á þeim tíma, ég var sex mánaða þegar við fluttum heim. Svo var ég reyndar í menntaskóla líka í Kaupmannahöfn því við bjuggum þar aftur um tíma. En Danir mega orða þetta svona ef þeir vilja.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira