Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Yfirmenn álversins í Straumsvík við uppskipun áls í flutningaskip um miðjan dag í gær. vísir/Ernir „Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira