Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 19:30 Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að nú sé komið í ljós að forsætisráðherra væri sjálfur á meðal þeirra sem hann hafi kallað hrægamma og gert hefðu kröfur í föllnu bankana. Eiginkona forsætisráðherra hefur upplýst að hún eigi erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að hún ætti erlent félag, sem héti Wintris, sem hún notaði til að halda utan um fjölskylduarf sinn en faðir hennar átti á árum áður Toyota umboðið. Félagið væri skráð í útlöndum vegna þess að þegar það var stofnað hafi þau hjón búið Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa áfram í Bretlandi eða jafnvel flytja til Danmerkur. Banki sem hún hafi leitaði hafi talið einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær yrðu vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og auðvelt að nálgast þær hvar svo sem þau hjón myndu búa. Anna Sigurlaug segir fyrirtækið alfarið í hennar eigu og það hafi greitt alla skatta á Íslandi en aldrei fjárfest þar. Aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti Bylgjuna síðan um það í dag að félagið væri á Bresku Jómfrúareyjunum þar sem stærsta eyjan er hin fræga Tortola. Vísir upplýsti síðan í dag að félagið Wintris hefði gert kröfur í alla föllnu bankana, 174 milljónir í Landsbankann, rúmar 220 milljónir í þrotabú Kaupþings og um 100 milljónir í þrotabú Glitnis. Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins gerði málið að umræðuefni á Alþingi í dag. „Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar; voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur. „Á sama tíma og forsætisráðherrann krafðist þess ítrekað úr þessum ræðustól á síðasta kjörtímabili að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, hverjir kröfuhafarnir væru, hrægammarnir, þá var hann einn af þeim,“ sagði Björn Valur. Það væri allt rangt við þetta mál og það samræmdist ekki eðlilegum kröfum til stjórnmálamanna. Krafðist hann þess að hlé yrði gert á fundinum þar til forsætisráðherra kæmi í þingið til að gera grein fyrir þessum málum en ekki var orðið við því. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem kæmu störfum Alþingis ekki við. „En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður Vinstri grænna virðist leiða hér, er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06