Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Höskuldur Kári Schram skrifar 16. mars 2016 12:06 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48