Viðskipti erlent

Nágrannar geta kvartað yfir Airbnb-leigjendum

Bjarki Ármannsson skrifar
Um 2.700 virkir Airbnb-gestgjafar eru á Íslandi.
Um 2.700 virkir Airbnb-gestgjafar eru á Íslandi. Vísir/Vilhelm
Fyrirtækið Airbnb, sem auðveldar fólki að leigja ferðamönnum hús sín og íbúðir á netinu, mun í næsta mánuði bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem vilja kvarta undan ótillitsömum gestum í húsnæði nágranna sinna.

Fyrirtækið vill ekki gefa upp hvort kvartanir verði gerðar opinberar né hvort og þá hvaða áhrif þetta muni hafa á þau hús og íbúðir þar sem oft er kvartað undan gestum.

Vefmiðillinn The Verge greinir frá því að þjónustan við þá nágranna sem eru að missa þolinmæðina sé væntanleg á næstu vikum. Talsmaður fyrirtækisins segir að von sé á frekari upplýsingum um eðli þjónustunnar bráðlega.

Vefur Airbnb hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og sett svip sinn á heilu hverfin og borgirnar. Ekki eru allir ánægðir með það og margir íbúar fjölbýlishúsa meðal annars kvartað undan því að húsin séu að breytast í hótel full af óstýrilátum ferðalöngum.


Tengdar fréttir

Forsvarsmenn Airbnb mótfallnir takmörkunum

Sofia Gkiousou, yfirmaður opinberrar stefnu Airbnb á Íslandi, segir Airbnb fagna því að breyta lögum um veitingastaði og skemmtanahald og einfalda þannig regluverk í kringum útleigu til ferðamanna á Íslandi. Hún segir hins vegar níutíu daga takmörkun á leigutíma og við tvær eignir vera of takmarkandi fyrir Airbnb-gestgjafa á Íslandi. Þetta kemur fram í bréfi hennar til atvinnuveganefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×