Ég bjóst alveg við því að vinna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. mars 2016 09:30 Jóhanna Ruth tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero „Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Ég held að ég eigi alveg séns á að vinna þessa keppni, ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki og það voru flestir sem kusu mig í síðasta þætti. Það er alveg ótrúlega mikil vinna sem fer í að undirbúa sig fyrir svona keppni og ég er strax byrjuð að hugsa hvaða lag ég ætla að syngja í úrslitaþættinum sem fer fram 3. apríl næstkomandi,“ segir Jóhanna Ruth sem tryggði sér sæti í úrslitaþætti Ísland Got Talent með flutningi sínum á lagi Bonnie Tyler, Holding Out for a Hero, en hún hlaut einróma lof dómara fyrir frammistöðu sína, og hafði Ágústa Eva leikkona sem situr í dómnefndinni orð á því að Jóhanna væri með eina bestu rödd sem hún hefði heyrt á Íslandi. „Ég bjóst alveg við því að vinna, ég var búin að æfa mig svo vel og ég var svo ánægð með flutninginn minn, þetta gekk allt saman upp,“ segir hin fjórtán ára gamla Jóhanna Ruth alsæl.Baldur Dýrfjörð fiðluleikari frá Þorlákshöfn komst einnig áfram en hann hefur lært í ellefu ár á fiðlu, verið tvö ár í klassískum píanóleik og á haug af skrítnum hljóðfærum á borð við kjálkahörpu, munnhörpu og vasaflautu.Það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í sönglistinni enda full sjálfstrausts og svo sannarlega með bein í nefinu, en ætli það sé eitthvað fleira sem hún stefnir á í framtíðinni? „Ég ætla að halda áfram að syngja, ég vil endilega vinna sem söngkona þegar ég verð stór en stóri draumurinn minn er að verða flugfreyja, mig hefur alltaf dreymt um það svo ætli ég verði ekki syngjandi flugfreyja í háloftunum,“ segir Jóhanna Ruth létt í bragði. Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum en hefur búið á Íslandi frá því hún var átta ára gömul ásamt fjölskyldu sinni. Henni finnst mjög gott að búa á Íslandi og er ánægð í skólanum en hún stundar nám í Myllubakkaskóla í Keflavík „Það er alveg rosalega gott að búa á Íslandi, en það er samt alveg ískalt hérna. Í dag er ég að fara að koma fram á árshátíð í skólanum mínum og ég hlakka mikið til,“ segir Jóhanna Ruth sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda frábær söngkona hér á ferð sem vert er að fylgjast með.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11 Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Ísland Got Talent: Hnökralaus flutningur skilaði Jóhönnu Ruth í úrslitin Hin fjórtán ára Jóhanna ljómaði hreinlega á sviðinu í kvöld. 13. mars 2016 23:11
Frábær stemning í Talent-höllinni - Myndir Annar undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöld og má með sanni segja að keppendurnir sem komust áfram í úrslit hafi slegið rækilega í gegn. 14. mars 2016 16:30