„Framar okkar björtustu vonum” Birta Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 19:45 Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira