Trópískur flótti frá skammdeginu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2016 09:30 Innblásturinn að munstrunum sótti Tanja í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Vísir/Vilhelm Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Fatalínan er tileinkuð okkur sem hlaupum út á stuttermabolnum og spókum okkur í miðbænum um leið og snjórinn hverfur og það fer að glitta í sólina, þó svo að hitastigið sé ekki svo hátt,“ segir fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý um fatalínuna Sýnódísk trópík sem sýnd verður á Eiðistorgi í dag. Línuna segir hún vera listlækningu við skammdegisþunglyndi og segist hún hafa sótt aðalinnblásturinn í eigið skammdegisþunglyndi. „Yfirleitt hef ég áorkað litlu og skort orku fyrstu mánuði ársins. Í fyrra tók ég þátt í HönnunarMars í fyrsta skipti og var orðin spennt fyrir sýningunni í byrjun janúar. Þannig kom hugmyndin að næstu línu, að hún yrði listþerepía við skammdegisþunglyndi. Þessi lína er í raun veruleikaflótti frá hinum dimma, kalda hversdagsleika sem við Íslendingar upplifum á veturna.“ Í fyrri línu sinni, Eitri í flösku, vann Tanja með fegurðina í ljótleikanum og að þessu sinni vinnur hún einnig með andstæður þar sem hún finnur hið skemmtilega í leiðindunum. Hinu margumrædda skammdegi sem landsmenn ættu velflestir að kannast við. Áhersla er lögð á munstrin í línunni sem eru litrík og digital prentuð á lífræna bómull. „Fyrir munstrin sótti ég innblástur í þá kaotísku stund þegar árásargjarnir fuglar birtast á himninum og hringsnúast í undarlegum munstrum. Þeir eru í raun að gogga í okkur til þess að vekja okkur upp úr þessum trópíska dagdraumi.“ Línan verður sýnd í suðrænu umhverfi Eiðistorgs sem Tanja segir hina fullkomnu staðsetningu fyrir trópískan raunveruleikaflótta. „Þegar það er þörf á raunveruleikaflótta þarf ekki að fara lengra en á Eiðistorg. Á veturna sérðu út um glerhýsið hversu slæmt veðrið er en það er suðræn sæla inni. Eiðistorg hlýjar mér um hjartarætur og ég elska þennan stað.“ Sýnódísk Trópík verður sýnd á Eiðistorgi í dag klukkan 14.00 til 18.00.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira