Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:07 Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/vilhelm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira