Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. mars 2016 09:00 Margrét og Una með dömubindin sem verða fáanleg á salernum Hagaskóla í næstu viku. Visir/Vilhelm Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum. Skrekkur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í næstu viku verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“. Una Torfadóttir, ein þeirra sem unnu Skrekk í fyrra með atriðinu „Elsku stelpur“, tilkynnti þetta í lok fyrirlesturs síns um tilurð og eftirmála atriðsins. Þessi dóttir þingmannsins Svandísar Svavarsdóttur er nú í tíunda bekk þar og mjög virk í feministafélaginu. Formaður félagsins og stofnandi heitir Margrét Snorradóttir, vinkona Unu sem einnig tók þátt í siguratriði Skrekks í fyrra. „Við erum að berjast fyrir því að borgin útvegi dömubindi og túrtappa á klósett í öllum skólum,“ sagði Una í viðtali við Vísi skömmu eftir að hún lauk erindi sínu á málþinginu. „Við viljum skapa þrýsting á borgaryfirvöld þess efnis að þetta verði svona á öllum almenningssalernum sem eru rekin af borginni. Vonandi taka einkafyrirtæki við sér líka. Þetta er í rauninni alveg jafn sjálfsagt og að hafa klósettpappír og sápu“. Ronja fékk styrk frá heildsölunum Nathan & Olsen og Isam sem skaffa félaginu 500 túrtappa og dömubindi af lagerum sínum. Á fræðsluvikunni verður líka sýnt myndband sem félagið vann á göngum skólans. „Við gengum á milli krakka í skólanum og spurðum þau hvað þau vissu um blæðingar? Við ætlum svo að selja kökur, kex og svoleiðis dóteri. Svo vonandi verður haldið umræðukvöld líka,“ segir Una að lokum.
Skrekkur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira