Leikritið er eins og tær lind sem ekki má grugga svo áhorfandinn nái að spegla sjálfan sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:45 María og Björn eru ánægð með að fá að vera fyrst til að leika í hinu nýja svarta boxi Norræna hússins. Mynd/Vilhelm Leikritið fjallar um samband karls og konu og allt mögulegt sem í því felst,“ segir María Ellingsen um verkið Enginn hittir einhvern, eftir Peter Asmussen, sem frumsýnt verður í nýjum sal á neðri hæð Norræna hússins annað kvöld, föstudag. María fer með annað hlutverkið í því og hitt er í höndum Björns Inga Hilmarssonar. „Verkið er drifið áfram af textanum og við þjónum honum en það sem áhorfandinn upplifir er ábyggilega mjög persónulegt,“ segir hann. „Hver og einn leggur sína meiningu í það sem hann sér og heyrir.“ María tekur undir það. „Leikritið er eins og tær lind sem ekki má grugga svo áhorfandinn nái að spegla sjálfan sig þar. Þetta eru sextán stuttar senur og skrifað eins og tónlist. Þar er til dæmis kafli sem heitir Stefnumót og svo þrjú tilbrigði við hann. Annar heitir Bið og þar eru líka þrjú tilbrigði. Svona eru fimm kaflar og þrjú tilbrigði við hvern.“ „Það eru endalok og upphaf – en í öfugri röð,“ botnar Björn Ingi.Þó verkið taki bara klukkutíma og kortér í flutningi segir María þau Björn Inga búin að gefa sér góðan tíma í að tileinka sér textann því hann sé knappur og eins og hálfgert völundarhús. „Samt er hann einfaldur og aðgengilegur en vísar inn í dýpt. Sem er spennandi og fallegt.“ Björn Ingi kveðst vona að áhorfendur upplifi verkið eins og þau, að það innihaldi ekki bara það sem sagt er heldur líka allt hitt sem undir býr. „Þegar maður vinnur með þetta verk þá skilur maður af hverju það er margverðlaunað. Það er einhver fjandans snilld í því.“ Asmussen hefur skrifað ljóð, skáldsögur, leikrit og handrit bæði fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Meðal annars handritið að myndinni Breaking the Waves, ásamt Lars von Trier, að sögn Maríu. „Í leikritunum sínum veit hann bæði hvað á að segja og hvað þarf ekki að segja.“Enginn hittir einhvern er þýtt af Jóni Atla Jónassyni. „Simon Boberg leikstjóri þekkir Jón Atla og treysti honum fyrir þýðingunni enda er hún mjög vel af hendi leyst. Simon leikstýrði frumuppfærslunni í Danmörku, þeirri sem fékk Reumert-verðlaunin, hann er mikill tungumálamaður og næmur fyrir textanum,“ lýsir María. „Já, oft er eins og hann skilji íslensku og á það til að skipta um orð til að ná akkúrat því sem hann vill ná,“ tekur Björn Ingi undir. „Svo virðist ekki eins og hann sé að endurtaka eitthvað sem hann hefur gert áður, heldur er hann að rannsaka verkið alveg jafn mikið og við. Það virðist endalaus brunnur að sækja í.“ María segir höfundinn hafa hugsað verkið fyrst sem revíu, það sé fyndið, grátbroslegt, ljóðrænt, ögrandi – allt. „Eins og Reumert-nefndin sagði: „Dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins.““Í leikritunum sínum veit hann bæði hvað á að segja og hvað þarf ekki að segja,“ segir María um höfundinn, Peter Asmussen.Cristopher LundEn hvernig duttu þau niður á þetta snilldarverk? María svarar því. „Enginn hittir einhvern var partur af norrænu leikskáldalestinni fyrir þremur árum þegar valin voru fimm bestu verk Norðurlanda til leiklesturs á öllum Norðurlöndunum. Ég var svo heppin að fá að lesa upp úr því undir stjórn Charlotte Böving. Simon Boberg sem var á leiklestrinum kom til mín á eftir og sagði: „Þú verður að fá að leika þetta og ég verð að fá að leikstýra þér.“ Þetta kom mér skemmtilega á óvart og ég tók því sem áskorun. Fór bara í að finna fjármagn til að geta sett upp sýninguna, það tekur alltaf tíma. Af því þetta er danskt verk og leikstjórinn danskur fannst mér gaman að fá Norðmanninn Andreas Ljones, sem er stjarna í sínu heimalandi, til að semja tónlistina og Raisa Foster höfund hreyfinga, hún er þaulreyndur kóreógrafer í Finnlandi. Auk þess sjá Snorri Freyr Hilmarsson um leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson um lýsingu og það er ótrúlega gaman að sjá hvað gerist með stefnumóti allra þessara listamanna. En ein ástæða þess að mig langaði að fara af stað með þessa vinnu er að kynna hann Asmussen því hann er eitt merkasta leikskáld Norðurlandanna en við vitum ekkert hver hann er. Svo er það fyrir tilstilli Mikkels Harder, forstjóra Norræna hússins, sem er leikhúsmaður, að verkið er sett upp þar.“ „Já, þetta er fyrsta leiksýningin í hinu svarta boxi hússins,“ segir Björn Ingi sem hefur verið leikari í rúm 30 ár, síðustu fimm árin í Stokkhólmi. Hann kveðst hafa fengið símtal frá Maríu um áramótin, því hana hafi vantað mótleikara. „Ég flutti heim í fyrrasumar og þegar María hringdi var ég búinn að finna að mig langaði að leika aftur á Íslandi. Ég er þakklátur fyrir að fá að byrja í svona góðri sýningu og finnst gaman að vinna að henni með fólki frá Skandinavíu.“ Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Leikritið fjallar um samband karls og konu og allt mögulegt sem í því felst,“ segir María Ellingsen um verkið Enginn hittir einhvern, eftir Peter Asmussen, sem frumsýnt verður í nýjum sal á neðri hæð Norræna hússins annað kvöld, föstudag. María fer með annað hlutverkið í því og hitt er í höndum Björns Inga Hilmarssonar. „Verkið er drifið áfram af textanum og við þjónum honum en það sem áhorfandinn upplifir er ábyggilega mjög persónulegt,“ segir hann. „Hver og einn leggur sína meiningu í það sem hann sér og heyrir.“ María tekur undir það. „Leikritið er eins og tær lind sem ekki má grugga svo áhorfandinn nái að spegla sjálfan sig þar. Þetta eru sextán stuttar senur og skrifað eins og tónlist. Þar er til dæmis kafli sem heitir Stefnumót og svo þrjú tilbrigði við hann. Annar heitir Bið og þar eru líka þrjú tilbrigði. Svona eru fimm kaflar og þrjú tilbrigði við hvern.“ „Það eru endalok og upphaf – en í öfugri röð,“ botnar Björn Ingi.Þó verkið taki bara klukkutíma og kortér í flutningi segir María þau Björn Inga búin að gefa sér góðan tíma í að tileinka sér textann því hann sé knappur og eins og hálfgert völundarhús. „Samt er hann einfaldur og aðgengilegur en vísar inn í dýpt. Sem er spennandi og fallegt.“ Björn Ingi kveðst vona að áhorfendur upplifi verkið eins og þau, að það innihaldi ekki bara það sem sagt er heldur líka allt hitt sem undir býr. „Þegar maður vinnur með þetta verk þá skilur maður af hverju það er margverðlaunað. Það er einhver fjandans snilld í því.“ Asmussen hefur skrifað ljóð, skáldsögur, leikrit og handrit bæði fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Meðal annars handritið að myndinni Breaking the Waves, ásamt Lars von Trier, að sögn Maríu. „Í leikritunum sínum veit hann bæði hvað á að segja og hvað þarf ekki að segja.“Enginn hittir einhvern er þýtt af Jóni Atla Jónassyni. „Simon Boberg leikstjóri þekkir Jón Atla og treysti honum fyrir þýðingunni enda er hún mjög vel af hendi leyst. Simon leikstýrði frumuppfærslunni í Danmörku, þeirri sem fékk Reumert-verðlaunin, hann er mikill tungumálamaður og næmur fyrir textanum,“ lýsir María. „Já, oft er eins og hann skilji íslensku og á það til að skipta um orð til að ná akkúrat því sem hann vill ná,“ tekur Björn Ingi undir. „Svo virðist ekki eins og hann sé að endurtaka eitthvað sem hann hefur gert áður, heldur er hann að rannsaka verkið alveg jafn mikið og við. Það virðist endalaus brunnur að sækja í.“ María segir höfundinn hafa hugsað verkið fyrst sem revíu, það sé fyndið, grátbroslegt, ljóðrænt, ögrandi – allt. „Eins og Reumert-nefndin sagði: „Dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins.““Í leikritunum sínum veit hann bæði hvað á að segja og hvað þarf ekki að segja,“ segir María um höfundinn, Peter Asmussen.Cristopher LundEn hvernig duttu þau niður á þetta snilldarverk? María svarar því. „Enginn hittir einhvern var partur af norrænu leikskáldalestinni fyrir þremur árum þegar valin voru fimm bestu verk Norðurlanda til leiklesturs á öllum Norðurlöndunum. Ég var svo heppin að fá að lesa upp úr því undir stjórn Charlotte Böving. Simon Boberg sem var á leiklestrinum kom til mín á eftir og sagði: „Þú verður að fá að leika þetta og ég verð að fá að leikstýra þér.“ Þetta kom mér skemmtilega á óvart og ég tók því sem áskorun. Fór bara í að finna fjármagn til að geta sett upp sýninguna, það tekur alltaf tíma. Af því þetta er danskt verk og leikstjórinn danskur fannst mér gaman að fá Norðmanninn Andreas Ljones, sem er stjarna í sínu heimalandi, til að semja tónlistina og Raisa Foster höfund hreyfinga, hún er þaulreyndur kóreógrafer í Finnlandi. Auk þess sjá Snorri Freyr Hilmarsson um leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson um lýsingu og það er ótrúlega gaman að sjá hvað gerist með stefnumóti allra þessara listamanna. En ein ástæða þess að mig langaði að fara af stað með þessa vinnu er að kynna hann Asmussen því hann er eitt merkasta leikskáld Norðurlandanna en við vitum ekkert hver hann er. Svo er það fyrir tilstilli Mikkels Harder, forstjóra Norræna hússins, sem er leikhúsmaður, að verkið er sett upp þar.“ „Já, þetta er fyrsta leiksýningin í hinu svarta boxi hússins,“ segir Björn Ingi sem hefur verið leikari í rúm 30 ár, síðustu fimm árin í Stokkhólmi. Hann kveðst hafa fengið símtal frá Maríu um áramótin, því hana hafi vantað mótleikara. „Ég flutti heim í fyrrasumar og þegar María hringdi var ég búinn að finna að mig langaði að leika aftur á Íslandi. Ég er þakklátur fyrir að fá að byrja í svona góðri sýningu og finnst gaman að vinna að henni með fólki frá Skandinavíu.“
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira