Hvar er Nonni? Óttar Guðmundsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Árið 1863 lagði Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp á Alþingi um stóran spítala sem þjóna skyldi öllu landinu. Málið velktist í kerfinu á milli embættismanna í nokkra áratugi. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en tæplega 70 árum síðar. Spítalaþörfinni var mætt með skammtímalausnum og bráðabirgðahúsnæði. St. Jósefssystur björguðu reyndar málum og byggðu Landakotsspítala rétt eftir aldamótin 1900 fyrir söfnunarfé frá Frakklandi. Rithöfundurinn og presturinn, Jón Sveinsson (Nonni), átti frumkvæði að þeirri byggingu enda ofbauð honum úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Landspítalinn við Hringbraut hefur um árabil verið munaðarlaus. Menn eru sammála um að úrbóta og nýbygginga sé þörf en enginn tekur af skarið. Deilt er um staðsetningu og framtíð spítalans. Árin líða og húsin drabbast niður enda tilgangslaust að gera við það sem kannski verður rifið. Þjóðin rífst af venjulegum tilfinningahita og yfirborðskenndri þekkingu um skipulag og stefnumótun heilbrigðismála. Samfélagsmiðlarnir bjóða uppá frjáls skoðanaskipti um málið. Ekki er þverfótað fyrir sérfræðingum í spítalabyggingum. Meðan þessar deilur blómstra eins og sóleyjar í hlaðvarpa er ríkisvaldið stikkfrí. Spítalinn er í fjársvelti og hægt að eyða peningum í annað. Nú er talað um að flytja spítalann frá Hringbraut upp að Vífilsstöðum. Einhverjir horfa á Korpúlfsstaðalandið. Íslenskir læknar á Norðurlöndum hafa velt upp þeirri hugmynd að flytja spítalann til Noregs. Þar eru læknarnir og hjúkunarliðið og fjöldi stórhuga íslenskra athafnamanna og verktaka sem gætu fleygt upp einum spítala í hendingskasti. Allt bendir til þess að aftur muni takast að fresta öllum framkvæmdum um 70 ár. Gamlir aðdáendur Nonna og Manna spyrja með tárin í augunum: Getur enginn bjargað okkur úr klóm ósvífinna stjórnmálamanna og annarra besserwissera? Hvar er Nonni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Árið 1863 lagði Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp á Alþingi um stóran spítala sem þjóna skyldi öllu landinu. Málið velktist í kerfinu á milli embættismanna í nokkra áratugi. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en tæplega 70 árum síðar. Spítalaþörfinni var mætt með skammtímalausnum og bráðabirgðahúsnæði. St. Jósefssystur björguðu reyndar málum og byggðu Landakotsspítala rétt eftir aldamótin 1900 fyrir söfnunarfé frá Frakklandi. Rithöfundurinn og presturinn, Jón Sveinsson (Nonni), átti frumkvæði að þeirri byggingu enda ofbauð honum úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Landspítalinn við Hringbraut hefur um árabil verið munaðarlaus. Menn eru sammála um að úrbóta og nýbygginga sé þörf en enginn tekur af skarið. Deilt er um staðsetningu og framtíð spítalans. Árin líða og húsin drabbast niður enda tilgangslaust að gera við það sem kannski verður rifið. Þjóðin rífst af venjulegum tilfinningahita og yfirborðskenndri þekkingu um skipulag og stefnumótun heilbrigðismála. Samfélagsmiðlarnir bjóða uppá frjáls skoðanaskipti um málið. Ekki er þverfótað fyrir sérfræðingum í spítalabyggingum. Meðan þessar deilur blómstra eins og sóleyjar í hlaðvarpa er ríkisvaldið stikkfrí. Spítalinn er í fjársvelti og hægt að eyða peningum í annað. Nú er talað um að flytja spítalann frá Hringbraut upp að Vífilsstöðum. Einhverjir horfa á Korpúlfsstaðalandið. Íslenskir læknar á Norðurlöndum hafa velt upp þeirri hugmynd að flytja spítalann til Noregs. Þar eru læknarnir og hjúkunarliðið og fjöldi stórhuga íslenskra athafnamanna og verktaka sem gætu fleygt upp einum spítala í hendingskasti. Allt bendir til þess að aftur muni takast að fresta öllum framkvæmdum um 70 ár. Gamlir aðdáendur Nonna og Manna spyrja með tárin í augunum: Getur enginn bjargað okkur úr klóm ósvífinna stjórnmálamanna og annarra besserwissera? Hvar er Nonni?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun