Fermingum hefur fækkað um rúma tíund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Séra Gísli Jónasson, prófastur við Breiðholtskirkju vísir/valli Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki. Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki.
Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira