Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:24 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist binda vonir við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bregðist við áður en lögð verði fram vantrauststillaga á hendur honum. Það eina rétta í stöðunni sé að hann segi af sér. „Að sjálfsögðu ætti hann að segja af sér. Að sjálfsögðu. Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér, að sjálfsögðu. Mér finnst það furðulegt að það sé einhver vafi um það," segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa rætt vantrauststillögu á Sigmund Davíð vegna upplýsinga um að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku jómfrúreyjunum. Flokkarnir hafa þó ekki rætt saman formlega um sameiginlega vantrauststillögu en hyggjast krefjast svara um málið eftir páska. „Það skiptir máli hvernig á svona málum er haldið. Tímasetningar skipta máli. Hvernig umræðan þróast skiptir máli og hvað kemur í ljós núna á næstu vikum á meðan þingið er ekki að störfum. Það yrði fyrst hægt að leggja fram vantrauststillögu, ef það verður ákveðið að gera það, eftir tvær vikur. En auðvitað hlýtur allt samfélagið að vera að tala um vantrauststillögu, allt samfélagið að tala um að þetta sé ekki boðlegt," segir Helgi, sem gagnrýnir það harðlega að Sigmundur hafi ekki upplýst um þessi mál. „Það er ekki eins og hann hafði ekki haft tækifæri til að upplýsa þetta. Þetta var eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni 2013. Þetta er stóra málið þeirra, það er allt í kringum þessa kröfuhafa. Maður hefði haldið að það væri eðlilegt að þetta kæmi fram." Helgi segir mikilvægt að forsætisráðherra bregðist við sem fyrst. „Það sem ég á erfitt með að verði tilfellið er að þetta mál einhvern veginn fái bara að vera þarna og að það komi engin vantrauststillaga fram og forsætisráðherra sitji bara áfram á vantrauststillögu. Mér finnst þær aðstæður fáránlegar, ég trúi því ekki að það verði endirinn. En maður þarf líka að gefa honum smá færi á því að hugsa sinn gang á þessum tveimur vikum. Ef menn fara núna til tilbreytingar að bregðast rétt við svona hlutum þá náttúrulega á ekkert að þurfa einhverja vantrauststillögu frá minnihlutanum," segir Helgi Hrafn, en ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11 Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist binda vonir við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bregðist við áður en lögð verði fram vantrauststillaga á hendur honum. Það eina rétta í stöðunni sé að hann segi af sér. „Að sjálfsögðu ætti hann að segja af sér. Að sjálfsögðu. Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér, að sjálfsögðu. Mér finnst það furðulegt að það sé einhver vafi um það," segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa rætt vantrauststillögu á Sigmund Davíð vegna upplýsinga um að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku jómfrúreyjunum. Flokkarnir hafa þó ekki rætt saman formlega um sameiginlega vantrauststillögu en hyggjast krefjast svara um málið eftir páska. „Það skiptir máli hvernig á svona málum er haldið. Tímasetningar skipta máli. Hvernig umræðan þróast skiptir máli og hvað kemur í ljós núna á næstu vikum á meðan þingið er ekki að störfum. Það yrði fyrst hægt að leggja fram vantrauststillögu, ef það verður ákveðið að gera það, eftir tvær vikur. En auðvitað hlýtur allt samfélagið að vera að tala um vantrauststillögu, allt samfélagið að tala um að þetta sé ekki boðlegt," segir Helgi, sem gagnrýnir það harðlega að Sigmundur hafi ekki upplýst um þessi mál. „Það er ekki eins og hann hafði ekki haft tækifæri til að upplýsa þetta. Þetta var eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni 2013. Þetta er stóra málið þeirra, það er allt í kringum þessa kröfuhafa. Maður hefði haldið að það væri eðlilegt að þetta kæmi fram." Helgi segir mikilvægt að forsætisráðherra bregðist við sem fyrst. „Það sem ég á erfitt með að verði tilfellið er að þetta mál einhvern veginn fái bara að vera þarna og að það komi engin vantrauststillaga fram og forsætisráðherra sitji bara áfram á vantrauststillögu. Mér finnst þær aðstæður fáránlegar, ég trúi því ekki að það verði endirinn. En maður þarf líka að gefa honum smá færi á því að hugsa sinn gang á þessum tveimur vikum. Ef menn fara núna til tilbreytingar að bregðast rétt við svona hlutum þá náttúrulega á ekkert að þurfa einhverja vantrauststillögu frá minnihlutanum," segir Helgi Hrafn, en ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11 Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Fjármálaráðherra vissi ekki að eiginkona forsætisráðherra væri meðal kröfuhafa í föllnu bankanna og sér ekki að lög og reglur hafi verið brotin. 17. mars 2016 12:11
Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48