Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2016 07:00 „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
„Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira