Hjálpum þeim í kvöld Birgir Örn Steinarsson skrifar 31. mars 2016 16:22 Hljómsveitin Singapore Sling er ein þeirra sem kemur fram í kvöld. Vísir/Singapore Sling Söfnunarátakið „Hjálpum þeim“ fyrir íbúana þrjá sem misstu aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87 hófst klukkan fjögur í dag. Um er að ræða tvær uppákomur sem báðar fara fram á skemmtistaðnum Húrra. Í dag klukkan fjögur var opnaður markaður á staðnum þar sem finna má ódýr föt og alls kyns muni sem gefnir hafa verið til styrktar þeim. Markaðurinn er opinn til klukkan átta í kvöld en það er móðir Halldórs Ragnarssonar, myndlistarmanns, sem heldur utan um þann hluta.Singapore Sling er ein þeirra sveita sem stíga á stokk í kvöld.Vísir/SSMun Dóri taka upp bassann?Húsið opnar svo aftur hálftíma síðar, eða kl.20:30, fyrir tónleika þar sem hljómsveitirnar Seabear, Mammút, Singapore Sling og Serengeti koma fram en liðsmenn sveitanna hafa allar einhver tengsl til íbúana þriggja. Sjálfur plokkaði Dóri (eins og hann er kallaður) bassann í Seabear og eru margir spenntir að sjá hvort hann stígi á svið með sveitinni í kvöld. Sveitin lagði upp laupana fyrir nokkrum árum síðan eftir að forsprakki hennar hóf sólóferil sinn undir nafninu Sin Fang. Halldór missti bassagítarinn sinn í brunanum og hafði víst ekki leikið á hann frá því að sveitin lagði upp laupanna á sínum tíma. Miðaverð á tónleikana er 2000 kr. Tónlist Tengdar fréttir Seabear snýr aftur Sindri Már og félagar í Seabear hafa ákveðið að taka nokkur lög á söfnunartónleikunum er halda á fyrir íbúa Grettisgötu 87 sem misstu allt sitt í brunanum. 17. mars 2016 14:49 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Heimilislausum háskólanema synjað af Félagsstofnun Stúdenta Rós Kristjánsdóttir var ein þeirra sem missti aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87. Henni var í dag synjað um forgang á biðlista fyrir húsnæði á Stúdentagörðum. 22. mars 2016 19:20 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söfnunarátakið „Hjálpum þeim“ fyrir íbúana þrjá sem misstu aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87 hófst klukkan fjögur í dag. Um er að ræða tvær uppákomur sem báðar fara fram á skemmtistaðnum Húrra. Í dag klukkan fjögur var opnaður markaður á staðnum þar sem finna má ódýr föt og alls kyns muni sem gefnir hafa verið til styrktar þeim. Markaðurinn er opinn til klukkan átta í kvöld en það er móðir Halldórs Ragnarssonar, myndlistarmanns, sem heldur utan um þann hluta.Singapore Sling er ein þeirra sveita sem stíga á stokk í kvöld.Vísir/SSMun Dóri taka upp bassann?Húsið opnar svo aftur hálftíma síðar, eða kl.20:30, fyrir tónleika þar sem hljómsveitirnar Seabear, Mammút, Singapore Sling og Serengeti koma fram en liðsmenn sveitanna hafa allar einhver tengsl til íbúana þriggja. Sjálfur plokkaði Dóri (eins og hann er kallaður) bassann í Seabear og eru margir spenntir að sjá hvort hann stígi á svið með sveitinni í kvöld. Sveitin lagði upp laupana fyrir nokkrum árum síðan eftir að forsprakki hennar hóf sólóferil sinn undir nafninu Sin Fang. Halldór missti bassagítarinn sinn í brunanum og hafði víst ekki leikið á hann frá því að sveitin lagði upp laupanna á sínum tíma. Miðaverð á tónleikana er 2000 kr.
Tónlist Tengdar fréttir Seabear snýr aftur Sindri Már og félagar í Seabear hafa ákveðið að taka nokkur lög á söfnunartónleikunum er halda á fyrir íbúa Grettisgötu 87 sem misstu allt sitt í brunanum. 17. mars 2016 14:49 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Heimilislausum háskólanema synjað af Félagsstofnun Stúdenta Rós Kristjánsdóttir var ein þeirra sem missti aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87. Henni var í dag synjað um forgang á biðlista fyrir húsnæði á Stúdentagörðum. 22. mars 2016 19:20 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Seabear snýr aftur Sindri Már og félagar í Seabear hafa ákveðið að taka nokkur lög á söfnunartónleikunum er halda á fyrir íbúa Grettisgötu 87 sem misstu allt sitt í brunanum. 17. mars 2016 14:49
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Heimilislausum háskólanema synjað af Félagsstofnun Stúdenta Rós Kristjánsdóttir var ein þeirra sem missti aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87. Henni var í dag synjað um forgang á biðlista fyrir húsnæði á Stúdentagörðum. 22. mars 2016 19:20
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“