Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Karl Lúðvíksson skrifar 31. mars 2016 11:12 Veiði hefst í Vífilstaðavatni á morgun Mynd: Veiðikortið Á morgun líkur langri bið hjá veiðimönnum en þá opna fyrstu vötnin fyrir veiði og það er óhætt að segja að tilhlökkun og bjartsýni ríki hjá veiðimönnum. Við hér hjá Veiðivísi viljum taka þátt í gleðinni og ætlum að skella í eitt stykki "like" leik á Facebook síðunni okkar sem þú finnur hér. Þetta er ekki flókið, ef þú ert nú þegar vinur okkar þá þarftu bara að deila síðunni en ef þú ert ekki vinur okkar þá þarftu að smella á "like" og deila henni. Eftir helgi ætlum svo að draga út fimm Veiðikort. Á Veiðikortinu eru 35 vatnasvæði sem þú hefur aðgang að með kortinu og þar má t.d. telja eftirfarandi vötn sem öll opna 1. apríl. Vötnin eru Eyrarvatn í Svínadal, Geitabergsvatn í Svínadal, Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Meðalfellsvatn í Kjós, Syðridalsvatn við Bolungavík, Vífilsstaðavatn í Garðabæ, Þórisstaðavatn í Svínadal og Þveit við Hornafjörð. Frekari upplýsingar um opnunartíma vatnana má finna hér. Það verður að segjast eins og er að það lítur ekkert sérstaklega vel út með veður á opnunardeginum en spáin fyrir helgina er ágæt. Við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum af veiði og hvetjum ykkur til að senda okkur póst og deila með okkur veiðiferðinni þinni. Þú getur sent póst á kalli@365.is Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Á morgun líkur langri bið hjá veiðimönnum en þá opna fyrstu vötnin fyrir veiði og það er óhætt að segja að tilhlökkun og bjartsýni ríki hjá veiðimönnum. Við hér hjá Veiðivísi viljum taka þátt í gleðinni og ætlum að skella í eitt stykki "like" leik á Facebook síðunni okkar sem þú finnur hér. Þetta er ekki flókið, ef þú ert nú þegar vinur okkar þá þarftu bara að deila síðunni en ef þú ert ekki vinur okkar þá þarftu að smella á "like" og deila henni. Eftir helgi ætlum svo að draga út fimm Veiðikort. Á Veiðikortinu eru 35 vatnasvæði sem þú hefur aðgang að með kortinu og þar má t.d. telja eftirfarandi vötn sem öll opna 1. apríl. Vötnin eru Eyrarvatn í Svínadal, Geitabergsvatn í Svínadal, Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Meðalfellsvatn í Kjós, Syðridalsvatn við Bolungavík, Vífilsstaðavatn í Garðabæ, Þórisstaðavatn í Svínadal og Þveit við Hornafjörð. Frekari upplýsingar um opnunartíma vatnana má finna hér. Það verður að segjast eins og er að það lítur ekkert sérstaklega vel út með veður á opnunardeginum en spáin fyrir helgina er ágæt. Við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum af veiði og hvetjum ykkur til að senda okkur póst og deila með okkur veiðiferðinni þinni. Þú getur sent póst á kalli@365.is
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði