Gjaldkeri Samfylkingarinnar segir af sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2016 00:06 Vilhjálmur Þorsteinsson vísir/arnþór Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í pistli sem hann birti í bloggfærslu nú fyrir skemmstu. Í kjölfar umfjöllunar undanfarna daga um eigur Íslendinga í erlendum félögum og mögulegum skattaskjólum var mál Vilhjálms rifjað upp en hann á félag sem skráð er í Lúxemborg. „Ég stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki árið 1983, þá 17 ára gamall, ásamt félaga mínum. Félagið var svo selt á 10. áratug síðustu aldar til erlends hugbúnaðarfyrirtækis fyrir ágætis upphæð í sterlingspundum. Síðan þá hef ég verið vel settur fjárhagslega. Eignir mínar hafa að mestu leyti verið ávaxtaðar innan félags sem ég á í Lúxemborg – eins og er fullkomlega heimilt skv. „fjórfrelsi“ evrópska efnahagssvæðisins,“ segir í færslunni. „Ég er svo heppinn að vera vel stæður, og tilheyri eflaust hinu fræga 1%. En ég er líka jafnaðarmaður að lífsskoðun, styð öflugt velferðarkerfi og samhjálp og að þeir sem mest eiga greiði sanngjarnan, og þá meina ég ríflegan, skerf til samfélagsins,“ skrifar Vihjálmur.Sjá einnig: Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur segir að hann „[borgi] auðvitað alla skatta“ og skyldur sem sér beri. Þar nefnir hann til sögunnar tekjuskatt og að hann hafi greitt auðlegðarskatt og verið honum hlynntur. Það sé ekki vegna skattahagræðis sem félagið sé skráð í Lúxemborg heldur vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslenska efnahagskerfisins. Persónulegar skattgreiðslur hans væru þær sömu og ef félagið væri íslenskt. „En þrátt fyrir allt sem að ofan er sagt, má augljóst vera að svona flókið eignarhalds- og fjárfestingadæmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands er lítt til þess fallið að fókusera umræðuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á það sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu,“ segir í niðurlagi pistilsins. Af þeirri ástæðu segir Vilhjálmur embætti sínu lausu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26 Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þrír ráðherrar sagðir með tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum Þrír íslenskir ráðherrar og fleira áhrifafólk í íslenskum stjórnmálum eru sagðir vera á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. 29. mars 2016 18:26
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa komið sér saman um að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof. 30. mars 2016 18:16
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46