Óli Geir frumflytur nýtt lag: Einir stærstu plötusnúðar Þýskalands sýna honum mikinn áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 14:30 Óli Geir er einn þekktasti plötusnúður landsins. vísir Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira