Óli Geir frumflytur nýtt lag: Einir stærstu plötusnúðar Þýskalands sýna honum mikinn áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 14:30 Óli Geir er einn þekktasti plötusnúður landsins. vísir Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira