Sjáðu ótrúlegt sexpútt hjá Ernie Els Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 13:40 Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els byrjaði ekki vel á Masters-mótinu í gær. Svo mikið er víst. Els er 46 ára og hefur unnið fjögur stórmót á ferlinum, síðast Opna breska árið 2012. Hann hefur aldrei unnið Masters-mótið en tvívegis lent í öðru sæti. Els er ekki líklegur til afreka miðað við árangurinn í gær. Hann átti erfitt uppdráttar eftir fyrstu holuna sem hann spilaði á níu höggum - fimm höggum yfir pari. Hann kom sér inn á flötina í þremur höggum og átti auðvelt pútt fyrir pari. En það ekki ekki. Né heldur næsta högg. Eða næstu þrjú pútt á eftir. Þetta voru svo mörg högg að upphaflega ruglaðist skráningin í bandarísku sjónvarpsútsendingunni. Í fyrstu voru tíu högg skráð á hann en það rétt er að hann fór holuna á níu. „Hann er kominn með yips á ansi háu stigi,“ sagði Úlfar Jónsson sem lýsti þessu ótrúlega atviki á Golfstöðinni í gær. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst klukkan 19.00 í dag. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els byrjaði ekki vel á Masters-mótinu í gær. Svo mikið er víst. Els er 46 ára og hefur unnið fjögur stórmót á ferlinum, síðast Opna breska árið 2012. Hann hefur aldrei unnið Masters-mótið en tvívegis lent í öðru sæti. Els er ekki líklegur til afreka miðað við árangurinn í gær. Hann átti erfitt uppdráttar eftir fyrstu holuna sem hann spilaði á níu höggum - fimm höggum yfir pari. Hann kom sér inn á flötina í þremur höggum og átti auðvelt pútt fyrir pari. En það ekki ekki. Né heldur næsta högg. Eða næstu þrjú pútt á eftir. Þetta voru svo mörg högg að upphaflega ruglaðist skráningin í bandarísku sjónvarpsútsendingunni. Í fyrstu voru tíu högg skráð á hann en það rétt er að hann fór holuna á níu. „Hann er kominn með yips á ansi háu stigi,“ sagði Úlfar Jónsson sem lýsti þessu ótrúlega atviki á Golfstöðinni í gær. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst klukkan 19.00 í dag.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira