Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 13:00 Lilja Alfreðsdóttir í ræðustól á Alþingi. Alþingi „Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Panama-skjölin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Panama-skjölin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira