Eins og sprungin blaðra Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:00 Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30