Opið Hús hjá SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 7. apríl 2016 15:36 Flottur lax af Fjallinu í Langá Mynd: KL Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í Opið Hús hjá félaginu í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir eitt af veiðisvæðum félagsins. Svæðið sem um ræðir er í daglegu tali kallað "Fjallið" og er í Langá á Mýrum sem er flaggskip SVFR. Mikill fjöldi félagsmanna er á fara á þetta skemmtilega veiðisvæði í haust og svo mikill áhugi hefur verið á að komast á svæðið að það er að heita uppselt, aðeins nokkrar stangir lausar. Það sem gerir þetta svæði heillandi eru hátt í 30 merktir veiðistaðir í stórbrotnu umhverfi dalsins ofan við Sveðjufoss. Fjölbreytileiki þessara veiðistaða er mikill og það skaðar síðan ekkert að veiðin á þessu svæði er að jafnaði best á haustin, sem eðlilegt er þar sem þetta er efsta svæðið í ánni. Þeir sem kunna á Fjallið veiða alltaf vel þarna og í kvöld verður farið ítarlega yfir þetta veiðisvæði, farið yfir helstu staði og aðkomu að þeim, sýndir helstu tökustaðir og hvernig er best að veiða þá ásamt því að ráðleggja með veiðitækni og fluguval. Sem fyrr eru allir velkomnir í kvöld. Kynningin byrjar klukkan 20:00 í sal SVFR á Rafstöðvarvegi 14. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í Opið Hús hjá félaginu í kvöld þar sem farið verður ítarlega yfir eitt af veiðisvæðum félagsins. Svæðið sem um ræðir er í daglegu tali kallað "Fjallið" og er í Langá á Mýrum sem er flaggskip SVFR. Mikill fjöldi félagsmanna er á fara á þetta skemmtilega veiðisvæði í haust og svo mikill áhugi hefur verið á að komast á svæðið að það er að heita uppselt, aðeins nokkrar stangir lausar. Það sem gerir þetta svæði heillandi eru hátt í 30 merktir veiðistaðir í stórbrotnu umhverfi dalsins ofan við Sveðjufoss. Fjölbreytileiki þessara veiðistaða er mikill og það skaðar síðan ekkert að veiðin á þessu svæði er að jafnaði best á haustin, sem eðlilegt er þar sem þetta er efsta svæðið í ánni. Þeir sem kunna á Fjallið veiða alltaf vel þarna og í kvöld verður farið ítarlega yfir þetta veiðisvæði, farið yfir helstu staði og aðkomu að þeim, sýndir helstu tökustaðir og hvernig er best að veiða þá ásamt því að ráðleggja með veiðitækni og fluguval. Sem fyrr eru allir velkomnir í kvöld. Kynningin byrjar klukkan 20:00 í sal SVFR á Rafstöðvarvegi 14.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði