Segir Gylfa að fara oftar út fyrir skólalóðina Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 14:08 Gylfi og Brynjar eru ósammála um hvort það skipti máli hver sé við stjórnvölinn þegar komi að afnámum gjaldeyrishafta. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu