Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur „Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum. Panama-skjölin Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum.
Panama-skjölin Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira