Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur „Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum. Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
„Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum.
Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira