Framganga forsætisráðherra yfirgengileg Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 23:42 Martin Weill, fréttamaður Canal+ í Frakklandi. vísir/stöð 2 Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin. Panama-skjölin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin.
Panama-skjölin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira