Borgarskjalavörður: Fólk á ekki rétt á að sjá Panama-skjölin Ingvar Haraldsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er skjalavarsla Mossack Fonseca í Panama sögð áhugaverð. Ekki liggur fyrir hvaða hugbúnaður var notaður þar. NORDICPHOTOS/AFP „Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
„Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira