Spieth á stall með Tiger á Masters? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2016 06:45 Jordan Spieth vann The Masters í fyrra og getur orðið fyrsti maðurinn síðan Tiger Woods 2002, sem ver titilinn, en það er mjög erfitt á Agusta National-vellinum. Fréttablaðið/Getty The Masters, fyrsta risamót ársins í golfinu, hefst í dag og verða allir keppnisdagarnir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Á Masters skiptir bikarinn sem menn lyfta nánast engu máli og peningarnir eru aukaatriði. Allt snýst um að vera klæddur í hinn víðfræga græna jakka af sigurvegara síðasta árs og komast í hóp þeirra merkismanna sem eiga sigurlaunin, græna jakkann, í fataskápnum til að taka út til hátíðarbrigða. Masters-mótið er eina risamót ársins sem fer alltaf fram á sama vellinum, Agusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum, og völlurinn er nokkuð snúinn. Þar er gott að hafa spilað nokkrum sinnum áður en kylfingar gera sig líklega til að vinna því Agusta National getur farið skrambi illa með jafnvel bestu kylfinga heims. „Völlurinn er frekar langur og hentar högglöngum kylfingum. En menn þurfa líka að vera beinir, það þýðir ekkert bara að negla boltanum langt. Það þarf að vera með gott leikskipulag og sætta sig við sína styrkleika og veikleika. Zach Johnson er einn af höggstyttri kylfingunum á túrnum en hann vann mótið fyrir nokkrum árum bara út af frábæru leikskipulagi,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í höggleik og einn af lýsendum Golfstöðvarinnar. Fáir Íslendingar þekkja völlinn og mótið jafnvel og Þorsteinn en hann hefur í tvígang farið út og fylgst með.Jason Day.Vísir/GettyÞrír sigurstranglegastir Veðbankar vestanhafs og flestir golfspekingar hafa ekki fyrir því að ræða um fleiri en þrjá menn þegar spáð er í líklegum sigurvegurum. Það eru þrír efstu menn heimslistans; Jason Day frá Ástralíu, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth og Norður-Írinn Rory McIlroy. Spieth (Masters og US Open 2015) og Day (PGA Championship 2015) hafa unnið þrjú af síðustu fjórum risamótunum. „Það er alveg rétt að þessir þrír eru lang líklegastir þar sem þeir hafa verið heitastir síðustu mánuði,“ segir Þorsteinn. „Aftur á mótið hafa veðbankarnir aldrei verið að skora hátt þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara á Masters. Þarna eru líka menn eins og Rickie Fowler, Phil Mickelson og Henrik Stenson sem eru líklegir. Mickelson er að pútta betur en í langan tíma og hefur reynsluna. Það keppa 89 kylfingar á mótinu og ég tel að 20 þeirra geti unnið mótið.“ Miðað við reynslu sína að horfa á, lýsa og fylgjast með mótinu á staðnum segir Þorsteinn stutta spilið vera lykilinn að sigri. „Það verður að vera í lagi því völlurinn er fljótur að láta kylfinga líta illa út ef þeir koma sér ekki í rétta stöðu til að sækja. Þeir sem þekkja völlinn eru alltaf líklegri og svo skiptir líka máli að vera vanur umgjörðinni sem er sú mesta af öllum risamótunum,“ segir Þorsteinn.Spieth eins og Tiger Texas-strákurinn Jordan Spieth stal sviðsljósinu af Rory McIlroy á síðasta ári þegar þessi ungi kylfingur, nú 22 ára, vann fyrstu tvö risamót ársins. Hann var alveg sjóðheitur og skaust upp á stjörnuhimininn með frábæru golfi. Hann hefur titil að verja á mótinu og getur orðið fyrsti maðurinn síðan 2002 sem klæðist græna jakkanum tvö ár í röð. Enginn hefur gert það síðan Tiger afrekaði það fyrir fjórtán árum. Spieth hefur aftur á móti ekki verið upp á sitt besta undanfarið. „Hann er kannski að reyna of mikið og fær mikið af ódýrum skollum. Ef hann verður ekki of ákafur tel ég hann mjög líklegan til að verja titilinn,“ segir Þorsteinn en eins og kom fram í máli Íslandsmeistarans fyrrverandi um völlinn er hægara sagt en gert að vinna þetta risamót tvö ár í röð. Spieth þarf heldur betur að girða sig í brók ætli hann að komast á stall með Tiger Woods hvað varðar að vinna The Masters tvö ár í röð, en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti fyrir nokkrum vikum og var nálægt því á öðru móti á dögunum.Rory McIlroy.Vísir/GettyHinir tveir Jason Day er heitasti kylfingur heims þessar vikurnar. Hann hefur unnið síðustu tvö PGA-mót og er á toppi heimslistans. Hann vann líka síðasta risamótið 2015. Norður-írska ofurstjarnan Rory McIlroy keppir aftur á móti að því að klára ferils alslemmuna. Rory hefur unnið öll hin þrjú risamótin en vantar grænan jakka í safnið. Aðeins fimm kylfingum í sögunni hefur tekist að vinna öll fjögur risamótin á sínum ferli. Margir hafa unnið þrjú en ná aldrei því fjórða. Fagni Rory sigri á sunnudaginn þegar lokahringurinn verður spilaður kemst hann í hóp með ekki ómerkari mönnum en Tiger Woods, Jack Nicklaus, Gary Player, Ben Hogan og Gene Sarazen. Rory yrði einnig fyrsti Bretinn til að vinna síðan 1996 þegar Nick Faldo, þrefaldur Masters-meistari, vann mótið. Aðeins þrír Bretar; Sandy Lyle og Ian Woosnam auk Faldo, hafa unnið Masters og þá hefur Evrópumaður ekki unnið á Agusta síðan 1999 þegar Jose María Olazabal bar sigur úr býtum. Það er að miklu að keppa fyrir Rory sem er einbeittur og sleppti meira að segja par 3-keppninni í gær til að vera sem best undirbúinn. Þrír eru líklegastir en allt getur gerst á The Masters. Völlurinn er hannaður til að koma á óvart. Góða skemmtun. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
The Masters, fyrsta risamót ársins í golfinu, hefst í dag og verða allir keppnisdagarnir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Á Masters skiptir bikarinn sem menn lyfta nánast engu máli og peningarnir eru aukaatriði. Allt snýst um að vera klæddur í hinn víðfræga græna jakka af sigurvegara síðasta árs og komast í hóp þeirra merkismanna sem eiga sigurlaunin, græna jakkann, í fataskápnum til að taka út til hátíðarbrigða. Masters-mótið er eina risamót ársins sem fer alltaf fram á sama vellinum, Agusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum, og völlurinn er nokkuð snúinn. Þar er gott að hafa spilað nokkrum sinnum áður en kylfingar gera sig líklega til að vinna því Agusta National getur farið skrambi illa með jafnvel bestu kylfinga heims. „Völlurinn er frekar langur og hentar högglöngum kylfingum. En menn þurfa líka að vera beinir, það þýðir ekkert bara að negla boltanum langt. Það þarf að vera með gott leikskipulag og sætta sig við sína styrkleika og veikleika. Zach Johnson er einn af höggstyttri kylfingunum á túrnum en hann vann mótið fyrir nokkrum árum bara út af frábæru leikskipulagi,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í höggleik og einn af lýsendum Golfstöðvarinnar. Fáir Íslendingar þekkja völlinn og mótið jafnvel og Þorsteinn en hann hefur í tvígang farið út og fylgst með.Jason Day.Vísir/GettyÞrír sigurstranglegastir Veðbankar vestanhafs og flestir golfspekingar hafa ekki fyrir því að ræða um fleiri en þrjá menn þegar spáð er í líklegum sigurvegurum. Það eru þrír efstu menn heimslistans; Jason Day frá Ástralíu, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth og Norður-Írinn Rory McIlroy. Spieth (Masters og US Open 2015) og Day (PGA Championship 2015) hafa unnið þrjú af síðustu fjórum risamótunum. „Það er alveg rétt að þessir þrír eru lang líklegastir þar sem þeir hafa verið heitastir síðustu mánuði,“ segir Þorsteinn. „Aftur á mótið hafa veðbankarnir aldrei verið að skora hátt þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara á Masters. Þarna eru líka menn eins og Rickie Fowler, Phil Mickelson og Henrik Stenson sem eru líklegir. Mickelson er að pútta betur en í langan tíma og hefur reynsluna. Það keppa 89 kylfingar á mótinu og ég tel að 20 þeirra geti unnið mótið.“ Miðað við reynslu sína að horfa á, lýsa og fylgjast með mótinu á staðnum segir Þorsteinn stutta spilið vera lykilinn að sigri. „Það verður að vera í lagi því völlurinn er fljótur að láta kylfinga líta illa út ef þeir koma sér ekki í rétta stöðu til að sækja. Þeir sem þekkja völlinn eru alltaf líklegri og svo skiptir líka máli að vera vanur umgjörðinni sem er sú mesta af öllum risamótunum,“ segir Þorsteinn.Spieth eins og Tiger Texas-strákurinn Jordan Spieth stal sviðsljósinu af Rory McIlroy á síðasta ári þegar þessi ungi kylfingur, nú 22 ára, vann fyrstu tvö risamót ársins. Hann var alveg sjóðheitur og skaust upp á stjörnuhimininn með frábæru golfi. Hann hefur titil að verja á mótinu og getur orðið fyrsti maðurinn síðan 2002 sem klæðist græna jakkanum tvö ár í röð. Enginn hefur gert það síðan Tiger afrekaði það fyrir fjórtán árum. Spieth hefur aftur á móti ekki verið upp á sitt besta undanfarið. „Hann er kannski að reyna of mikið og fær mikið af ódýrum skollum. Ef hann verður ekki of ákafur tel ég hann mjög líklegan til að verja titilinn,“ segir Þorsteinn en eins og kom fram í máli Íslandsmeistarans fyrrverandi um völlinn er hægara sagt en gert að vinna þetta risamót tvö ár í röð. Spieth þarf heldur betur að girða sig í brók ætli hann að komast á stall með Tiger Woods hvað varðar að vinna The Masters tvö ár í röð, en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti fyrir nokkrum vikum og var nálægt því á öðru móti á dögunum.Rory McIlroy.Vísir/GettyHinir tveir Jason Day er heitasti kylfingur heims þessar vikurnar. Hann hefur unnið síðustu tvö PGA-mót og er á toppi heimslistans. Hann vann líka síðasta risamótið 2015. Norður-írska ofurstjarnan Rory McIlroy keppir aftur á móti að því að klára ferils alslemmuna. Rory hefur unnið öll hin þrjú risamótin en vantar grænan jakka í safnið. Aðeins fimm kylfingum í sögunni hefur tekist að vinna öll fjögur risamótin á sínum ferli. Margir hafa unnið þrjú en ná aldrei því fjórða. Fagni Rory sigri á sunnudaginn þegar lokahringurinn verður spilaður kemst hann í hóp með ekki ómerkari mönnum en Tiger Woods, Jack Nicklaus, Gary Player, Ben Hogan og Gene Sarazen. Rory yrði einnig fyrsti Bretinn til að vinna síðan 1996 þegar Nick Faldo, þrefaldur Masters-meistari, vann mótið. Aðeins þrír Bretar; Sandy Lyle og Ian Woosnam auk Faldo, hafa unnið Masters og þá hefur Evrópumaður ekki unnið á Agusta síðan 1999 þegar Jose María Olazabal bar sigur úr býtum. Það er að miklu að keppa fyrir Rory sem er einbeittur og sleppti meira að segja par 3-keppninni í gær til að vera sem best undirbúinn. Þrír eru líklegastir en allt getur gerst á The Masters. Völlurinn er hannaður til að koma á óvart. Góða skemmtun.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira