Friður gegn fólki Frosti Logason skrifar 7. apríl 2016 07:00 Friðurinn í núverandi ríkisstjórn er friður gegn fólkinu í landinu, friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum. Þess vegna væri best að vantraust væri samþykkt og ríkisstjórnin færi þegar frá. Svona mælti Vilmundar Gylfason í þingræðu árið 1982. Ræðu sem hefur átt vel við í stjórnarkreppum síðustu ára. Enn er engin niðurstaða í sjónmáli. Enginn úr liði stjórnarflokkanna hefur viðurkennt hrópandi dómgreindarleysi forsætisráðherra. Allt var gefið upp til skatts segja þeir og ráðherrann er hetja fyrir að stíga til hliðar. Enginn stjórnarherranna skeytir um það sem í hugum almennings er algerlega óásættanlegt. Það kemur þeim ekki við. Að ráðherrar eigi að vera hafnir yfir allan vafa. Skítt með það. Þeirra eina verkefni er að halda völdum. Enginn virðist fær um að tala frá hjartanu og sýna auðmýkt. Allt snýst um að tala í frösum og svara fréttamönnum einhverju öðru en um var spurt. Ráðherra sem stendur í þrasi við blaðamenn um hvers vegna nafn hans endaði á alþjóðlegum lista yfir aflandsfélög í skattaskjólum áttar sig ekki á því að persóna hans skaðar embættið. Allir aðrir eru þá betur til þess fallnir að vera ráðherrar. Um þáverandi ríkisstjórn og vantraustið sagði Vilmundur: Samandregið er svarið einfalt. Ríkisstjórnin er ónýt og á að fara frá. Hann talaði um varðhunda valdsins. Þeir voru ekki ósammála um neitt sem máli skipti. Voru í raun allir eins. Munurinn var aðeins sá, að sumir voru ráðherrar á meðan aðrir vildu vera ráðherrar. Hringir þetta einhverjum bjöllum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Panama-skjölin Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Friðurinn í núverandi ríkisstjórn er friður gegn fólkinu í landinu, friður utan um ekki neitt. Þetta er friður hins þrönga og lokaða flokkavalds, friður til varnar völdum og hagsmunum. Þess vegna væri best að vantraust væri samþykkt og ríkisstjórnin færi þegar frá. Svona mælti Vilmundar Gylfason í þingræðu árið 1982. Ræðu sem hefur átt vel við í stjórnarkreppum síðustu ára. Enn er engin niðurstaða í sjónmáli. Enginn úr liði stjórnarflokkanna hefur viðurkennt hrópandi dómgreindarleysi forsætisráðherra. Allt var gefið upp til skatts segja þeir og ráðherrann er hetja fyrir að stíga til hliðar. Enginn stjórnarherranna skeytir um það sem í hugum almennings er algerlega óásættanlegt. Það kemur þeim ekki við. Að ráðherrar eigi að vera hafnir yfir allan vafa. Skítt með það. Þeirra eina verkefni er að halda völdum. Enginn virðist fær um að tala frá hjartanu og sýna auðmýkt. Allt snýst um að tala í frösum og svara fréttamönnum einhverju öðru en um var spurt. Ráðherra sem stendur í þrasi við blaðamenn um hvers vegna nafn hans endaði á alþjóðlegum lista yfir aflandsfélög í skattaskjólum áttar sig ekki á því að persóna hans skaðar embættið. Allir aðrir eru þá betur til þess fallnir að vera ráðherrar. Um þáverandi ríkisstjórn og vantraustið sagði Vilmundur: Samandregið er svarið einfalt. Ríkisstjórnin er ónýt og á að fara frá. Hann talaði um varðhunda valdsins. Þeir voru ekki ósammála um neitt sem máli skipti. Voru í raun allir eins. Munurinn var aðeins sá, að sumir voru ráðherrar á meðan aðrir vildu vera ráðherrar. Hringir þetta einhverjum bjöllum?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun