Við Woody Þorvaldur Gylfason skrifar 7. apríl 2016 07:00 Þegar óperuhúsið í Feneyjum, Teatro La Fenice, brann til kaldra kola 1996 lögðu margir saman tvo og tvo og töldu víst að mafían myndi hafa kveikt í húsinu. Sagt er að mafían eigi það til að fara óvarlega með eldspýtur ef verktakar á hennar vegum fá ekki þau viðhaldsverkefni sem þeir bera víurnar í. Rannsókn leiddi þó í ljós að mafían kom hvergi nærri þessari tilteknu íkveikju sem komst á forsíður heimsblaðanna. Brennuvargarnir reyndust vera tveir hæggengir og hefnigjarnir rafvirkjar sem áttu yfir höfði sér sektir vegna seinkunar á raflagnavinnu þeirra í húsinu. Þeir voru báðir dæmdir í fangelsi. Húsið hafði brunnið tvisvar áður, 1774 og 1836, og verið endurreist í bæði skiptin í allri sinni dýrð.47 myndir á 50 árum Eftir brunann 1996 stóðu aðeins útveggir óperuhússins eftir, allt annað var ónýtt. Yfirvöldin vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þá sté fram til að blása þeim kjark í brjóst og bjóða aðstoð sína kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen sem hefur gert eina mynd á ári í bráðum hálfa öld, nánar tiltekið 47 myndir á 51 ári, hverja annarri betri. Nýjasta myndin hans, Irrational Man, kom út í fyrra og fjallar um kvensaman heimspekiprófessor sem myrðir dómara upp úr þurru til að gefa lífi sínu gildi. Myndin er full af heimspekiþvælu í hæsta gæðaflokki. Næsta mynd hans, Café Society, hefur verið valin opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í næsta mánuði. Og nú vinnur hann að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem verður sýnd síðar á þessu ári. Hann hefur ekki skrifað fyrir sjónvarp síðan fyrir 1960. Woody Allen ólst upp í New York, nánar tiltekið í Brooklyn, hóf feril sinn kornungur sem uppistandari og gerðist síðan handritshöfundur og leikstjóri og leikur sjálfur í mörgum mynda sinna. Hann er ekki við eina fjölina felldur. Hann leikstýrði óperunni Gianni Schicchi eftir Puccini með Placido Domingo í aðalhlutverki í Los Angeles 2008 og aftur í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera, en hæfileikaskortur hefur aldrei haldið aftur af mér,“ sagði hann við blaðamenn. Áhorfendur risu fagnandi úr sætum sínum að lokinni frumsýningunni, en leikstjórinn sté ekki fram til að hneigja sig ásamt öllum hinum, hann hafði ekki taugar í það.Djassistinn Woody Allen er ekki bara einn afkastamesti og skemmtilegasti kvikmyndahöfundur allra tíma og óperuleikstjóri og skáld (hann birtir reglulega smásögur í bókmenntaritinu New Yorker) heldur er hann einnig hljóðfæraleikari í hjáverkum. Hann hefur um langt árabil leikið með hljómsveit sinni á mánudagskvöldum fyrir matargesti á Carlyle-hótelinu í New York. Yfirþjónninn á hótelinu sagði mér að Woody hefði misst aðeins eitt kvöld úr tónleikahaldinu og það fyrir mörgum árum vegna stórhríðar sem lamaði allar samgöngur um borgina. Þetta er sjö manna band sem hefur verið að frá því skömmu eftir 1960, byrjaði í Chicago og sérhæfir sig í gömlum, næstum útdauðum djassi frá New Orleans. Woody leikur á klarínettu, hljómsveitarstjórinn Eddy Davis leikur á banjó og síðan eru þarna einnig básúna, kontrabassi, píanó, trommur og trompet, valinn maður í hverju rúmi. Tónlistin þeirra er fyrsta flokks og flutningurinn einnig. Og þá víkur sögunni aftur til íkveikjunnar í Feneyjum því Woody Allen ákvað ásamt félögum sínum að örva borgaryfirvöldin með því að fara með hljómsveitina í langa tónleikaferð um Evrópu strax eftir brunann og gefa endurbyggingarsjóði óperunnar ágóðann. Tónleikaferðin var kvikmynduð, myndin heitir Wild Man Blues og er skínandi skemmtileg. Allt gekk eins og í sögu, Woody reiddi fram fúlgu fjár í ferðalok og húsið var opnað aftur 2004, átta árum eftir brunann.Fjölskyldumaðurinn Myndinni lýkur með heimsókn Woody´s ásamt Soon Yi, kóreskri eiginkonu sinni og fósturdóttur, til háaldraðra foreldra hans í Brooklyn. Þau giftu sig í Feneyjum. „Ekkert skil ég í honum að giftast ekki heldur góðri gyðingastúlku,“ segir móðir hans við myndavélina. Hann verður 81 árs 1. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar óperuhúsið í Feneyjum, Teatro La Fenice, brann til kaldra kola 1996 lögðu margir saman tvo og tvo og töldu víst að mafían myndi hafa kveikt í húsinu. Sagt er að mafían eigi það til að fara óvarlega með eldspýtur ef verktakar á hennar vegum fá ekki þau viðhaldsverkefni sem þeir bera víurnar í. Rannsókn leiddi þó í ljós að mafían kom hvergi nærri þessari tilteknu íkveikju sem komst á forsíður heimsblaðanna. Brennuvargarnir reyndust vera tveir hæggengir og hefnigjarnir rafvirkjar sem áttu yfir höfði sér sektir vegna seinkunar á raflagnavinnu þeirra í húsinu. Þeir voru báðir dæmdir í fangelsi. Húsið hafði brunnið tvisvar áður, 1774 og 1836, og verið endurreist í bæði skiptin í allri sinni dýrð.47 myndir á 50 árum Eftir brunann 1996 stóðu aðeins útveggir óperuhússins eftir, allt annað var ónýtt. Yfirvöldin vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þá sté fram til að blása þeim kjark í brjóst og bjóða aðstoð sína kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen sem hefur gert eina mynd á ári í bráðum hálfa öld, nánar tiltekið 47 myndir á 51 ári, hverja annarri betri. Nýjasta myndin hans, Irrational Man, kom út í fyrra og fjallar um kvensaman heimspekiprófessor sem myrðir dómara upp úr þurru til að gefa lífi sínu gildi. Myndin er full af heimspekiþvælu í hæsta gæðaflokki. Næsta mynd hans, Café Society, hefur verið valin opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í næsta mánuði. Og nú vinnur hann að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem verður sýnd síðar á þessu ári. Hann hefur ekki skrifað fyrir sjónvarp síðan fyrir 1960. Woody Allen ólst upp í New York, nánar tiltekið í Brooklyn, hóf feril sinn kornungur sem uppistandari og gerðist síðan handritshöfundur og leikstjóri og leikur sjálfur í mörgum mynda sinna. Hann er ekki við eina fjölina felldur. Hann leikstýrði óperunni Gianni Schicchi eftir Puccini með Placido Domingo í aðalhlutverki í Los Angeles 2008 og aftur í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera, en hæfileikaskortur hefur aldrei haldið aftur af mér,“ sagði hann við blaðamenn. Áhorfendur risu fagnandi úr sætum sínum að lokinni frumsýningunni, en leikstjórinn sté ekki fram til að hneigja sig ásamt öllum hinum, hann hafði ekki taugar í það.Djassistinn Woody Allen er ekki bara einn afkastamesti og skemmtilegasti kvikmyndahöfundur allra tíma og óperuleikstjóri og skáld (hann birtir reglulega smásögur í bókmenntaritinu New Yorker) heldur er hann einnig hljóðfæraleikari í hjáverkum. Hann hefur um langt árabil leikið með hljómsveit sinni á mánudagskvöldum fyrir matargesti á Carlyle-hótelinu í New York. Yfirþjónninn á hótelinu sagði mér að Woody hefði misst aðeins eitt kvöld úr tónleikahaldinu og það fyrir mörgum árum vegna stórhríðar sem lamaði allar samgöngur um borgina. Þetta er sjö manna band sem hefur verið að frá því skömmu eftir 1960, byrjaði í Chicago og sérhæfir sig í gömlum, næstum útdauðum djassi frá New Orleans. Woody leikur á klarínettu, hljómsveitarstjórinn Eddy Davis leikur á banjó og síðan eru þarna einnig básúna, kontrabassi, píanó, trommur og trompet, valinn maður í hverju rúmi. Tónlistin þeirra er fyrsta flokks og flutningurinn einnig. Og þá víkur sögunni aftur til íkveikjunnar í Feneyjum því Woody Allen ákvað ásamt félögum sínum að örva borgaryfirvöldin með því að fara með hljómsveitina í langa tónleikaferð um Evrópu strax eftir brunann og gefa endurbyggingarsjóði óperunnar ágóðann. Tónleikaferðin var kvikmynduð, myndin heitir Wild Man Blues og er skínandi skemmtileg. Allt gekk eins og í sögu, Woody reiddi fram fúlgu fjár í ferðalok og húsið var opnað aftur 2004, átta árum eftir brunann.Fjölskyldumaðurinn Myndinni lýkur með heimsókn Woody´s ásamt Soon Yi, kóreskri eiginkonu sinni og fósturdóttur, til háaldraðra foreldra hans í Brooklyn. Þau giftu sig í Feneyjum. „Ekkert skil ég í honum að giftast ekki heldur góðri gyðingastúlku,“ segir móðir hans við myndavélina. Hann verður 81 árs 1. desember.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun