„Hann er ekki vondur, bara heimskur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 16:33 Óvissuástandið hér á landi vekur eftirtekt víða. Vísir/VG Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00
Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28