Forseti ASÍ kveðst aldrei hafa átt fé í skattaskjóli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:39 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira